Re: konan er mætt

Home Umræður Umræður Almennt Stjórn ÍSALP Re: konan er mætt

#51064
0808794749
Meðlimur

Kæru fjallakonur og menn.

Hér er greinilega allt að gerast.

Ég held ég geti bara ekki lengur á mér setið og bíð mig hér með fram til stjórnarstarfa.

Sé ekki beint ástæðu til að skilgreina mig sem ,,afþreyingar útivsitarkonu“ eða ,,hardcore fjallagarp“. Ætli ég eigi ekki mínar mjúku og eilítið harðari hliðar eins og flestir.

Ég er sammála Skappa í því að leggja meiri áherslu á hittinga. Það er svo gefandi að blaðra um ný og gömul afrek yfir kaffibolla!

Talandi um ársritið. Ég veit um marga sem luma á efni sem ætti erindi í ársritið. Spurning um að ýta á rétta takka…jú og spyrja þá kannski líka.

Ég tel að ársritið sé gömul og skemmtileg hefð sem mikilvægt er að halda í. Það er líka mun skemmtilegra að fletta góðu ársriti en að vafra um víðáttur netheims.

Margt gott hefur verið gert undir merkjum ÍSALP en ég sé líka fullt af möguleikum sem gaman væri að fá að vinna að.

Bless í bili.

p.s. ég mun skella nokkrum myndum inn á ,,mínar síður“ ef einhver er forvitinn að sjá smettið á mér!