Re: Hvalfjörður á Nýársdag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Hvalfjörður á Nýársdag

#57285
Siggi Tommi
Participant

Fór ásamt Arnari Emils, Berglindi og Sædísi í Hvalfjörðinn að morgni Nýársdags.
Ætluðum í Brynjudal en þar hafði ekkert bætt í ísinn síðan í byrjun des (sjá póst frá Robba þá).
Fórum því í Múlafjall og áttum góðan dag þó snjór hafi verið umtalsverður á svæðinu.
Lítið hafði bætt í ísinn síðan í jólaklifrinu um miðjan des og ekkert rennsli að sjá í leiðunum.
Samt fullt af ís þarna svo það er af nógu að taka.

Jæja, við Arnar hjóluðum í Mömmuleiðina í þunnum aðstæðum. Klipptum í þrjá bolta og börðum tólum ítrekað í steinefnin.
Síðan var það stóra verkefnið en það var Íste, sem var í afar hressandi aðstæðum. Kertið náði ca. hálfa leið niður og efri parturinn var hressandi líka.

Sædís og Berglind fóru í Stíganda í góðum gír á meðan og skemmti sér líka vel.

Endalaust af ís í Eilífsdal virtist vera. Þilið spikað og Súlurnar og Einfarinn feit líka. Ábyggilega ógrynni af snjó þar reyndar…

Nokkrar aðstæðumyndir á Picasa
Engar klifurmyndir þar sem við vorum bara tveir í teymi…