Ísaðstæður 2011-2012

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47623
  Robbi
  Participant

  Elífsdalur 28.nóvmber

  Mjööög mikill snjór, mæta með skíði. Snjór fór upp að öxlum í efrihluta brekkunnar og það á hryggnum undir Tjaldsúlunum. Gott er að leggja við bæinn Eilífsdal, ganga að hænsnaskúrnum, yfir brúnna og elta svo rafmagnsgirðinguna inneftir í botn. Þannig sleppur maður við ógrynni af skurðum og girðingum á leiðinni.

  [attachment=332]IMG_2109.jpg[/attachment]

  Tjaldsúlurnar – Miðsúlan
  Ísinn var blautur, mikið kertaður og virtist myndast tómarúm á bakvið ísinn inn að klett. Mikið af tjöldum, onion-layer klaka, snúið að tryggja á köflum. Lítill sem enginn ís á slabbinu á toppnum undir Tjaldinu, bara snjóföl, ekkert að tryggja né höggva í. Think out side of the box klifur.

  [attachment=333]IMG_2115.jpg[/attachment]

  Einfarinn
  Leit vel út, neðsta haftið virtist massíft og greinilega hægt að klifra upp á brún. Ekki svo stórar hengjur á toppnum.

  Þilið
  1. spönnin leit afar þunn úr fjarska, mætti bæta eitthvað í miðhaftið en klifranlegt þó.Geri ráð fyrir að það sé í stífari kantinum núna. Ætti að verða fjandi gott um helgina.

  Robbi

  #57086
  Robbi
  Participant

  Samkvæmt heimildum þá er Spori í Kjós í aðstæðum. Mér skilst að það hafi verið eitthvað lítið um ís upp á brún og var búið til akkeri í eitthvað mosa drasl með öxum.

  Múlafjall lítur vel út á myndinni…

  [attachment=335]spori.jpg[/attachment]
  Spori
  [attachment=336]mulafjall.jpg[/attachment]
  Múlafjall

  Muna svo að deila upplýsingum. Maður gerir ekki neitt fyrir neinn, sem að gerir ekki neitt fyrir neinn.

  Kv.Robbi

  #57088
  Gummi St
  Participant

  Góður,

  Ég er búinn að keyra suðurlandið og er kominn á Djúpavog, Það er frekar þunnur ís allsstaðar og helst hérna austur í Hamarsfirði sem ég sá eitthvað brúklegt en þó þunnt.
  Eyjafjöllin voru bara þunn skán í fyrradag þegar ég keyrði þar framhjá.

  Keyri Berufjörð á morgun og inná Fáskrúðsfjörð allavega, ef einhver er forvitinn

  -GFJ

  #57092
  Arni Stefan
  Keymaster

  Ég, Helgi og Rúna klifruðum Ýring í dag í frekar þunnum aðstæðum mikið af frauði og ennþá meira af snjó og á köflum tortryggður. Seinasta spönnin var mjög kertuð en svosem allveg slatti af ís þar, mun meira en neðar í leiðinni, klifruðum hana samt ekki.

  Annars er Brynjudalurinn allur að detta inn en þarf kannski nokkra daga en til að verða góður. Okkur sýndist Óríon vera byrjaður að myndast en sáum ekki hversu mikið. Renndum svo út að Múlafjalli, þar var eitthvað af ís en þarf líklega meiri tíma.

  #57095
  0808794749
  Meðlimur

  Korputorg í aðstæðum!
  Ekkert jafnast á við ísklifur á bílastæði í úthverfi borgarinnar.
  Frábært æfingasvæði.
  Munið eftir gettóblasternum.

  Kveðja.

  #57105
  0703784699
  Meðlimur

  En turninn í Grafarvogi?

  #57107
  2301823299
  Meðlimur
  Quote:
  En turninn í Grafarvogi?

  Hann var settur í gang í vikunni, veit ekki hver staðan er á honum núna.

  #57108
  Arnar Jónsson
  Participant

  Skillst að hann nái ekki niður og sé ekki í aðstæðum.

  #57109

  Klifraði Hrynjanda í gær og hann er í aðstæðum líkt og Spori. Samt töluvert ennþá af rennandi vatni á bakvið ísskelina.

  Við James reyndum að fara í Villingadal í dag. Vegurinn yfir Geldingadraga er ófær og fengum við að kenna á því en við pikkfestum bílinn og honum varð ekki haggað fyrr en hjálp mætti á svæðið. Vegagerðin ætlar ekki að moka veginn fyrr en á sunnudag í fyrsta lagi.

  Eftir fýluferð á Dragann fórum við inn í Brynjudal og kíktum inn í Flugugil. Þar var allt fullt af snjó en minna af ís.
  Það hefur aðeins bætt í ísinn í Múlafjalli síðan að Robbi setti inn mynd þó enn séu flestar leiðir frekar þunnar.

  Kv. Ági

  #57111
  1207862969
  Meðlimur

  Þrándarstaðir í Brynjudal fimmtudaginn 1.des.

  Allt að gerast, en ekki tilbúið til klifurs.

  #57112
  Robbi
  Participant

  Múlafjall 3.des
  Klifraði Stíganda í dag. Leiðin var í glimrandi aðstæðum og fullt af ís, mæli með þessu.
  Íste nær ekki niður en mjög stutt í það. Aðrar leiðir litu vel út, hægra megin við Íste voru léttu leiðirnar orðnar fínar. Nóg af ís í fjallinu inn dalinn.

  Brynjudalur (séð og heyrt)
  Léttari leiðirnar innst í dalnum norðanmegin (vinstri þegar keyrt er inn dalinn) eru komnar í aðstæður.

  Brynjudalur:
  [attachment=345]brynjudalur_yfirlit.jpg[/attachment]
  Brynjudalur1:
  [attachment=346]brynjudalur1.jpg[/attachment]
  Múlafjall (íste er hægramegin við miðju)
  [attachment=347]mulafjall1.jpg[/attachment]
  Múlafjall lengra til vinstri frá fyrri mynd
  [attachment=348]mulafjall2.jpg[/attachment]
  Rísandi
  [attachment=349]Risandi.jpg[/attachment]
  Stígandi
  [attachment=350]Stigandi.jpg[/attachment]

  Kv.
  Robbi

  #57113
  Arnar Jónsson
  Participant

  Ég og Davíð kíktum í Kjósina í dag og klifum Áslák. Hann er nú ekki í príma aðstæðum en vel klifranlegur þó. Mæli ekki með að fara rennuna vinstra megin í honum þar sem það er bara ísskel sem er með enga festingu við steininn. Frekar að byrja aðeins þar og fara svo snemma til hægri upp lóðrétt haft uppá síðuna og þar svo upp.

  Kv.
  Arnar

  #57115
  Gummi St
  Participant

  Við Addi skruppum í Glymsgil í dag, vantar svoldið uppá spönnina oþh. leiðir en Krókur var í fínum aðstæðum og stukkum við í hana. Hittum líka fólk sem fór í Múlafjall, skilst að það hafi verið ansi gott.

  -GFJ

  #57116
  3103833689
  Meðlimur

  Ágætis ís í Múlafjalli/Leikfangalandi = góður staður fyrir partyhald. Mættum sex flubbar, Ég Védís, Maggi, Haukur, Guðni og Guðjón

  Minni fólk á boltana í spora. https://www.isalp.is/forum/7-is-og-alpaklifur-/10608-fyrsta-isklifur-vetrarins.html Freyri Ingi: „Leiðin skartar því tveimur boltum núna“ einum efst og öðrum á millistallinum.

  #57117

  4. desember. Grafarfoss í fínum aðstæðum.

  kveðja,
  Arnar

  #57121

  Klifraði Grafarfoss í dag. Fínar aðstæður þó ísinn í Orginalnum hafi verið frekar loftkenndur og smá bras að gera góðan stans eftir fyrstu spönn.

  Kíkti líka á turninn í Gufunesi. Það er eins og það sé ekkert rennsli hægra megin miðað við hversu þykkur hann er orðinn vinstra meginn.

  Allt að gerast!

  [attachment=351]PC051027_w.jpg[/attachment]

  Ági

  #57124
  Sissi
  Moderator

  Klifraði í turninum áðan með Skabba og Hrönn, Jón Smári og Karvel félagi hans voru þar fyrir. Turninn er orðinn fínn vinstra megin en má bunkast aðeins betur hægra megin. Skabbi færði rörið aðeins til að reyna að bæta það og við klifruðum síðasta gó í sturtu.

  Gaman!

  #57127
  Gummi St
  Participant

  Það eru fullt af fossum hér á Austurlandi í aðstæðum, fór frá Egilsstöðum og á Djúpavog í dag, það er hálf sárt að sjá allar þessar óförnu leiðir og maður er bara að vinna og getur ekkert klifrað…

  -Reyðarfjörður, fullt af ís
  -Múlarnir milli Fásk, Stöð og Breiðdals eru flottir
  -Berufjörðurinn er flottur þar sem er rennandi vatn

  Búlandstindur þarf greinilega meiri snjó svipað og Skessuhornið til að mynda góðar ísleiðir og er hálfgerð skán núna.

  -GFJ

  #57134

  Kirkjubæjarklaustur og nágrenni, 7.-9. desember.

  Mikill ís og flestar leiðir komnar í mjög góðar aðstæður.

  Myndir koma fljótlega.

  Ági

  #57135
  Skabbi
  Participant

  Við Gulli vorum að koma úr Múlafjalli. Þar er talsverður ís, Rjúkandi og Stígandi í mjög góðum aðstæðum, sem og leiðirnar í Leikfangalandi. Leiðir í kringum Íste virðast vera þynnri en margar leiðir austar með hlíðinni litu vel út úr fjarlægð.

  Í Brynjudal kíktum við á Ýring sem er spikfeitur. Oríun er að verða vel bunkaður en hengjan fyrir ofan er stór og fer stækkandi.

  Allt að gerast

  Skabbi

  #57136
  3103833689
  Meðlimur

  Við Sædís kíktum í Þrándarstaðahvílftina í gær og Múlafjall í dag.
  Þrándarstaðafossar þurfa aðeins meiri tíma, aðalfossinn er enþá vel blautur.

  #57137
  Siggi Tommi
  Participant

  Fór í Eyjafjöllin í dag ásamt Kjartani Jóns, hinni barnungu grjótstjörnu.

  Smelltum okkur í Skoruna í Paradísarheimt (telst þetta ekki annars afbrigði af „heimtinni“?).
  Hlákan í gær breyttist í frost í nótt svo aðstæður voru ágætlega traustar. Einn smá hnulli sem skaust niður leiðina meðan við vorum að preppa okkur en síðan ei meir. Töluvert hrun úr stóra fossinum eins og alltaf en það var fjarri okkur.
  Leiðin var í frábærum aðstæðum og enduðum við uppi á brún og löbbuðum niður. Svolítið kertað og massablautt eins og alltaf á þessu svæði en þeim mun tæknilegra og skemmtilegra. Stórskemmtilegar myndanir í skorunni sjálfri og ísinn víðast traustur. Flestar skrúfurnar voru góðar því milli kertabunkanna voru samfelldari bunkar svo þetta var bara gjött.
  Smá maus að komast upp á brún. Enduðum á 30m hliðrun til hægri og upp nokkurra metra mixhaft. Hefði kannski verið léttara að síga bara en það er bara ekki eins gaman… :)
  Fórum þetta sem tvær langar 60m+ spannir upp skoruna og svo var lokaspönnin 10-15m létt ísbrölt hliðrunin og lokamauvið, samtals fullir 60m (130m ísklifur s.s.). Góður stans tæplega miðja leið upp í litlum helli.
  Erfiðleikinn í þessum aðstæðum líklega um WI4+, en nokkuð „trikkí“ ef svo má að orði komast.

  Dreitill (WI5) í svipuðum aðstæðum og Skoran og vel klifranlegur. Bjarta hliðin (WI6) öll að koma til en mjótt kerti í miðjunni og þunnt í toppinn. Ef frostið helst verður þetta og fleira í blússandi um næstu helgi.

  Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru Eyjafjöllin með því magnaðasta sem er í boði hér á landi en eru sjaldan í aðstæðum. Það þarf langan harðan frostakafla og það þarf að gerast snemma vetrar áður en sólin fer að hækka á lofti.
  Suma vetur hefur svæðið alls ekki gefið færi á sér svo það er um að gera að drífa sig sem fyrst áður en það verður um seinan…

  Nokkrar aðstæðu- og aksjónmyndir á https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/Eyjafjoll11Des2011

  #57138
  Otto Ingi
  Participant

  Ég, Biggi og Arnar fórum í Grafarfoss í dag. Fórum upp lengst til hægri (orginalin held ég að það heiti). Skiptist á að vera ágætis ís og einhverskonar ís/sykursnjó skel og innan við bara bunandi fossinn. Erfitt að tryggja þar sem þessi skel var en ísinn virtist vera betri eftir því sem maður fór lengra til vinstri.

  Þarna voru líka einhverjar gamlar kempur sem voru að halda upp á 25 ára afmæli frá því að þeir klifruðu Grafarfoss í fyrsta skipti. Kann nú ekki að fara með nöfnin á þeim en þeir sögðu að þeir hefðu sjaldan farið þarna í jafn miklum ís. Fylgdi reyndar ekki sögunni hvernig aðstæðum þeir hafa farið í fossinn hingað til.

  síðan tókum við eitt rennsli í top rope fyrir miðjum fossinum (veit ekki hvort sú leið heitir eitthvað), þar var ísinn miklu betri en líka lóðréttara klifur og erfiðara.

  #57139
  Siggi Tommi
  Participant

  Bendi á ágætis lýsingu á ýmsum Grafarfoss-afbrigðum í grein um klassískar ísleiðir í ársriti 2008-2009. Þökkum PSveins fyrir það.

  #57141
  Sissi
  Moderator

  Fór með Bjarnasyni í Nálaraugað, spikfeitar aðstæður. Bræðurnir Styrmir og Jón Haukur voru nýlagðir af stað þegar við mættum á svæðið, sjálfsagt ekki gerst oft áður að það sé biðröð í Nálaraugað.

  Í Tvíburagili er mikill ís og í 55° sýndist mér líka.

  Gaman líka að Kjarri sé farinn að daðra við ísklifrið.

25 umræða - 1 til 25 (af 60)
 • You must be logged in to reply to this topic.