Smári

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 101 til 125 (af 153)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Jólaklifur um helgina #52086
    Smári
    Participant

    Ég breyti þá e.t.v. bara helgarplaninu og skelli mér á íslenskunámskeið í stað þess að að fara á skíði á snævi þakinni jörð…;)

    hvernig beygist annar sögnin að skíða?

    Smári

    in reply to: Jólaklifur um helgina #52081
    Smári
    Participant

    Hvað segir fólk þá um skíðun? eru ekki einhverjir heitir fyrir því?

    Geri ráð fyrir að úrkoman sem hefur komið undanfarna daga sé í formi snjós nokkra metra yfir sjávarmáli…

    kv. Smári

    in reply to: Tindfjallaskálinn – aftur #51969
    Smári
    Participant

    Að sjálfsögðu vega orð eins meira en annars! Það fer þó ekki eftir því hver maðurinn er heldur hvaða orð hann segir (skrifar). Í þessu samhengi finnst mér orð Ara Trausta vega mjög þungt.

    Skálinn er að grotna niður og Ísalp (félagar Ísalp) hafa sýnt að þeim er ekki treystandi fyrir skálanum, sorgleg staðreynd en skálinn væri betur á sig kominn ef við hefðum staðið okkur.

    Þess vegna finnst mér að þeir sem beri tilfinningar til skálans og svæðisins ættu að samþykja söluna til þess að þessi sögufrægi skáli komist í hendur góðra manna sem geta tryggt framtíð hans á svæðinu.

    Ég minni enn og aftur á að skálinn verður ekki seldur án þess að aðgangur Ísalp félaga sé tryggt.

    Hverju höfum við þá að tapa, ef við höfum fullan að gang að skálanum (betri skála).

    Lyklarnir eru meira að segja geymdir hjá FÍ og hafa verið það síðan 2005 ef ég man rétt.

    Tryggjum góðan skála í Tindfjöllum með greiðum aðgangi Ísalp félaga.

    Smári

    in reply to: Leggum ÍSALP niður #51950
    Smári
    Participant

    Í fyrsta lagi á Ísalp að hugsa um hagsmuni sinna félagsmanna en ekki annara s.s. björgunarsveita.

    Í öðru lagi hefur ekki verið tekin ákvörðun um söluna, (,,Af þessu tilefni boðar stjórn Ísalp til félagafundar miðvikudaginn 5. desember klukkan 20:00 í Skútuvoginum. Tillaga þess efnis að fyrirliggjandi tilboði í skálann verði tekið verður lögð fyrir fundinn. Verði þessi tillaga samþykkt verður gengið frá sölu Tindfjallaskála til Ferðafélags Íslands.“)
    Það er því ekki hægt að segja að ákvörðun um sölu á skálanum hafi verið byggð á könnuninni. hún gaf einungis vísbendingu.

    Að lokum vil ég minna á að skálinn hverfur ekki þó að af sölunni verði.

    Hvet alla til að mæta á fundinn og láta að sér kveða því umræðan er mikilvæg.

    kv. Smári

    in reply to: Leggum ÍSALP niður #51948
    Smári
    Participant

    Ég held nú að menn séu full dramatískir… Ég vill benda á að í nýafstaðinni könnun (sjá niðurstöður í „fréttum“) kemur fram, þegar spurt er um lykilverkefni, skorar minnst (af 21 atr.) „sjá um rekstur skála á hálendi Íslands“.

    Þegar spurt er hvort tindfjallaskálinn hafi verið notaður síðastliðin tvö ár kemur í ljós að 67% hafa ekki gert það og 22% aðeins einu sinni.

    Nú er ég ekki að segja að við höfum ekkert með skálann að gera, síður en svo. Það er bara þannig að það er dýrt að halda úti skála fyrir ekki stærra félag (sérstaklega þegar erfitt er að fá fólk í sjálfboðavinnu).

    Við eigum því að selja skálann einhverjum sem getur haldið honum við með sómasamlegum hætti og tryggja í leiðinni aðgang félagsmanna okkar að honum.

    Ísalp á svo að einbeita sér að festivölum (sem eru hjarta klúbbsins í dag) og gera það vel. Ég haf ekki séð FÍ auglýsa ís-, telemark- og/eða klettafestival. Tali um að leggja klúbbinn niður og ganga í FÍ vísa ég því til föðurhúsana.

    Ég er ekki að segja að maður eigi ekki að ganga í FÍ, maður á helst að vera í FÍ, ég er bara að benda á að Ísalp hefur ýmislegt að bjóða sem FÍ hefur ekki.

    kv. Smári

    in reply to: „klifur er ekki nógu spennandi lengur“ #51898
    Smári
    Participant

    hver er munurinn á klifur túttu og clucking túttu?…

    in reply to: Búnaðarbazar: Til sölu / óskast #51875
    Smári
    Participant

    Ef ég man rétt Árni neyddist þú til að skipta um reimar í þínum líka í vor. En það væri nú ekki slæmt að eiga aukapar svona í varahluti…;)

    Smári

    in reply to: Hvað er harðkjarna (e. Hard Core)? #51886
    Smári
    Participant

    Ólífur á ítölskum pizzastöðum eru harðkjarna, komst að því þegar ég nánast braut nokkrar tennur hægra megin í kjaftinum.

    Smári

    in reply to: Hard Core? #51838
    Smári
    Participant

    Talandi um hard core…skemmtilegur foss til að Soloa

    Smá til að kveikja í ísklifrurum fyrir tímabilið sem er að hefjast ef ekki hafið nú þegar

    http://youtube.com/watch?v=zfw7pq-KqGg

    kv Smári

    in reply to: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2 #51793
    Smári
    Participant

    Himmi ef harðkjarna pönkið sem þú nefndir verður vinsælt og margir fara að hlusta á það, hættir það þá að vera harðkjarna?

    Er snjóbretti hætt að vera jaðarsport vegna þess að það eru svo margir farnir að stunda það?

    Eða eigum við kanski að gera greinarmun á því hvort menn renna sér í barnabrekkunni eða leika sér á big-jump eða renna sér offpist í bröttum brekkum.

    Ég held að það sé ekki hægt að segja að þetta og hitt sé harðkjarna sport en ekki eitthvað annað. aðal atriðið í mínum huga er hvernig það er gert. Ef það er harðara (e. rough) heldur en það sem gengur og gerist hjá almenningi þá er það harðkjarna. Þannig að bretta fólk sem eingöngu svigar niður Kóngsgilið eru ekki harðkjarna.

    Ég vona að þetta skiljist ekki eins og það að vera ekki harðkjarna sé minna „cool“ því það finnst mér alls ekki.

    kv. Smári

    ps. þetta er bara nokkuð skemmtileg umræða þó að hún sé löngu hætt að snúast um ÍSALP

    in reply to: Olli búinn með 100 tindana. #51739
    Smári
    Participant

    Til hamingju gamli ;) þú náðir þessu áður en þú komst á sextugsaldurinn…

    Hvað á svo að gera áður en þú verður sextugur?

    kv. Smári

    in reply to: Ama Dablam #51705
    Smári
    Participant

    Gaman að fylgjast með ykkur….

    Þið massið þetta!

    kv. Smári

    in reply to: Heft aðgengi að Valshamri #51624
    Smári
    Participant

    ætlunin er að stika leiðina við tækifæri… Ég vona samt fyrir komandi kynslóðir klifrara að þú verðir ekki enn að klifra eftir 1000 ár Ingvar ;)

    kv. Smári

    in reply to: FitzRoy #51565
    Smári
    Participant

    Flottir, hvenær á að fara?

    kv. Smári

    in reply to: Tröllaskaginn #51542
    Smári
    Participant

    Takk fyrir leiðréttingarnar Böbbi, við fórum hins vegar aldrei í Héðinsfjörðinn heldur gengum inn, samkvæmt Map source, Héðinsfjarðar dal sem er norðan við Ólafsfjarðardal.

    Ytri-Árdalur heitir í þessu annars ágæta forriti bara Árdalur en heimamaður sagði mér að hann héti Ytrárdalur sem er sennilega skýringin á því hvers vegna ég skrifaði eftir talmáli ykkar Ólafsfirðinga en ekki ritmáli;).

    En mikið djöfull var þetta gaman.

    kv. Smári

    in reply to: Tröllaskaginn #51540
    Smári
    Participant

    komnar nokkrar myndir á mínar síður…

    kv. Smári

    in reply to: Hekla 12. maí sl. #51538
    Smári
    Participant

    já þetta var góður dagur…

    kv. Smári

    in reply to: á að mæta á klifurfestival? #51505
    Smári
    Participant

    Veðurstofan spáir norðaustan 4 og 10 stiga hita (úrkomulaust, kl 12 á laugardag fyrir skaftafell….

    Ég mæti, ekki spurning.

    Smári

    in reply to: BANFF – fyrra kvöldið búið #51486
    Smári
    Participant

    Kvöldið gekk að mínu mati mjög vel ef undan er skilið posi sem treysti fáum og hringdi til að tékka á flestum ;) stefnum á að leigja annan posa til að reyna að láta hlutina ganga hraðar fyrir sig í kvöld. Það er hins vegar ekki verra ef menn mæta tímanlega, miðasalan opnar kl. 19:05

    kv. Smári

    in reply to: Hekla #51457
    Smári
    Participant

    Þetta verður fyrirtaks ferð á laugardaginn, veðurspáin er góð fyrir laugardaginn (tökum hana náttúrlega með fyrirvara). Ekki slæmt að taka toppatúr á Heklu, heim að kjósa og svo beint í Eurovision partýið. Þetta verður gaman.

    Ég er sá eini úr stjórn sem sé mér fært að fara í þessa ferð og telst því kanski umsjónarmaður hennar. Ég hef hins vegar ekki gengið á skíðum á Heklu fyrr þannig að ætli sé ekki bara best að við sem förum leiðumst öll…:)

    hlakka til
    Smári

    in reply to: Nýr leiðarvísir fyrir Stardal #51395
    Smári
    Participant

    Frábært framtak. Búinn að prenta hann út og til í slaginn…

    kv. Smári

    in reply to: Team North Face #51326
    Smári
    Participant

    Hvernig eru annars aðstæður á vestfjörðum núna? einhverjar líkur til að hægt verði að grípa í ís um páskana?

    kv. Smári

    in reply to: Nýtt nafn á klúbbnum? #51233
    Smári
    Participant

    Klúbburinn hefur ekki fengið nýtt nafn heldur voru þetta aulaleg og óvönduð vinnubrögð hjá blaðamanni.

    kv. Smári

    in reply to: Enn ein ástæða til þess að gifta sig ekki #51194
    Smári
    Participant

    Þetta er ljótt, og ég sem er búinn að plana brúðkaup í júní. Hætti nú sennilega ekki við það, tek bara af mér hringinn áður en klifrað er.

    Smári

    in reply to: Myndir af festivali #51189
    Smári
    Participant

    Búinn að setja alla rmyndirnar (ca. 200) sem Hallbera tók á svæðið hans Sigga Tomma. Þær má nota í leiðarvísagerð, ég treysti því hinsvegar að höfundarréttur verði virtur og samband haft við ljósmyndara (hallberag@hotmail.com) ef einhver hyggst nota þær til annars en að skoða þær sjálfur… njótið vel.

    kv. Smári

25 umræða - 101 til 125 (af 153)