ÍSALP og FÍ gera samkomulag um framtíð fjallaskálans Bratta

 

Bratti_kóp

ÍSALP og Ferðafélag Íslands (FÍ) hafa komist að samkomulagi um sameiginlegt eignarhald og rekstur á fjallaskálanum Bratta sem til stendur að flytja í Súlnadal í Botnssúlum. Samkomulagið er svohljóðandi:
ÍSALP leggur til skálann í núverandi mynd og mun FÍ ábyrgjast að koma skálanum á sinn stað og bera allan kostnað af uppsetningu hússins, þar með talið flutning, þarfagreiningu, hönnun, vinnu við innréttingu og uppsetningu. Stefnt er að því að skálinn verði kominn upp og tilbúinn til notkunar vorið 2017. Eignarhlutur fjallaskálans mun skiptast jafnt milli félaganna tveggja. Tekjur af gistingu í skálanum skulu renna til viðhalds og uppbyggingar skálans og að öðru leyti til ÍSALP. Formlegur samningur um notkun skálans mun liggja fyrir 15.september 2016.