Aðalfundur Ísalp 23. september kl. 20:00

Kæru félagar
Aðalfundur Íslenska alpaklúbbsins 2020 verður haldinn á efri hæð Klifurhússins að Ármúla 23, miðvikudaginn 23. september, kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál
–Ársritið
–Dagskrá vetrarins 2020-2021
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald 2020.
Í ár lýkur kjörtímabilum hjá formanni Ísalp Jónasi G. Sigurðssyni (til tveggja ára) svo og meðstjórnendum Ottó Inga Þórissyni (kjörinn til tveggja ára), Védísi Ólafsdóttur (kjörin til eins árs) og Elísabetu Atladóttur (kjörin til eins árs). Þau gefa öll kost á sér áfram fyrir utan Ottó Inga Þórisson.
Framboð skulu hafa borist uppstillingarnefnd fyrir 13. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður á aðalfundi eftir að kosningar um framkomin framboð hafa farið fram.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 13. september.
Sjá lög klúbbsins hér

 

Skildu eftir svar