Neðri Þrándarstaðafoss WI 3

Þrándarstaðafossarnir eru tveir og með talsverðu millibili. Seinni fossinn er í stórri skál með mörgum öðrum leiðum og fær því að vera skráður sér.

Neðri fossinn er stuttur (10m) en getur verið snarpur. WI 3-4 eftir árferði. Neðri fossinn er alla jafna mjög vatnsmikill og getur tekið langan tíma að komast í klakabönd. Klifrið með gát og passið að leggja ekki af stað ef hann er bara þunnt rör.

Þegar komið er upp úr fossinum, við næstu flúðir, er djúpur hylur sem oft frýs ekki yfir en getur verið falinn af snjó. Hér hafa klifarar farið ofan í og það er hægara sagt en gert að komast uppúr aftur. Farið með gát!

Auðvelt er að ganga upp fyrir fossinn og koma fyrir ofanvaði, sem gerir leiðina að frábærum stað fyrir byrjendur til að æfa tökin.

 

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Þrándarstaðafossar
Tegund Ice Climbing
Merkingar

Myndbönd

1 related routes

Neðri Þrándarstaðafoss WI 3

Þrándarstaðafossarnir eru tveir og með talsverðu millibili. Seinni fossinn er í stórri skál með mörgum öðrum leiðum og fær því að vera skráður sér.

Neðri fossinn er stuttur (10m) en getur verið snarpur. WI 3-4 eftir árferði. Neðri fossinn er alla jafna mjög vatnsmikill og getur tekið langan tíma að komast í klakabönd. Klifrið með gát og passið að leggja ekki af stað ef hann er bara þunnt rör.

Þegar komið er upp úr fossinum, við næstu flúðir, er djúpur hylur sem oft frýs ekki yfir en getur verið falinn af snjó. Hér hafa klifarar farið ofan í og það er hægara sagt en gert að komast uppúr aftur. Farið með gát!

Auðvelt er að ganga upp fyrir fossinn og koma fyrir ofanvaði, sem gerir leiðina að frábærum stað fyrir byrjendur til að æfa tökin.

 

Skildu eftir svar