Ljósmyndakeppni ÍSALP 2020

 

Ljósmyndakeppni Ísalp 2020

Að venju er komið að árlegri ljósmyndakeppni Íslenska alpaklúbbsins. Í boði eru flokkarnir Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Dómnefnd kýs sigurvegara í hverjum flokki ásamt því að besta myndin mun prýða komandi ársrit klúbbsins.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  • Keppandi þarf sjálfur að hafa tekið myndina
  • Keppandi þarf að vera meðlimur í klúbbnum
  • Myndir þurfa að vera teknar eftir síðustu ljósmyndakeppni (nóvember 2019)
  • Hver keppandi má senda 3 myndir að hámarki (mega fara allar í sama flokk eða skiptast á flokka)
  • Hverja mynd þarf að tilgreina í einn flokk
  • Stutt lýsing þarf að fylgja hverri mynd
  • Með þáttöku samþykkir keppandi að mynd getur birst í ársriti klúbbsins

Til að taka þátt skal senda myndir með tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppni@isalp.is í síðasta lagi 15. nóvember 2020!

Skildu eftir svar