vantar uppl. um klifur á N Ítalíu eða nágrenni

Home Umræður Umræður Almennt vantar uppl. um klifur á N Ítalíu eða nágrenni

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47395
    2808714359
    Meðlimur

    Ég ætla að skella mér með fjölskyldunni í ferðalag í lok júlí. Hugmyndin er að fljúga á Mílanó og flækjast eitthvað um. Vitið þið um einhver góð svæði til að heimsækja þar sem ég og dóttir mín getum klifrað á meðan eiginkonan hefur það gott í sólinni?

    kv
    Jón Heiðar

    #55378
    Siggi Tommi
    Participant

    Aldrei komið þarna til klifurs en sé á http://www.coronn.com/TOPOS/climbing_areas.html að það eru nokkur svæði þarna í nágrenninu.
    Lagðist ekki ítarlega í kortaskoðun en þú hlýtur að finna eitthvað út úr því á googlemaps og coronn.
    Helst sýnist mér það vera Lago di Como/Lecco vera næst Mílano en svo er Arco eitthvað fjær og enn fjær Finale Ligure (sem er alla vegar risasvæði veit ég). Sennilega ekki nema 2-4 tímar á öll þessi svæði (ágiskun út í bláinn).
    Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað um þetta á stóru klettaklifursíðunum, s.s. rockclimbing.com, planetfear.com, 8a.nu og fleirum.

    Á 8a.nu er m.a. http://www.8a.nu/crags/List.aspx?AscentType=0&CountryCode=ITA&City=Lecco þar sem fjögur stór svæði eru nefnd. Veit ekki hvort þetta er tæmandi listi yfir Lecco svæðin.

    #55379
    2808714359
    Meðlimur

    Takk Sigurður,
    ég var búinn að finna helling af svæðum á þassarri síðu 8a en var að vonast eftir að heyra frá einhverjum sem þekkti einhver svæði. Netið er fínt en alltaf enn betra að fá líka reynslulögur.

    kv
    Jón H

    #55389
    2506663659
    Participant

    Get mælt með Finale Ligure sérstaklega þar sem þú ert með konuna með. Þá getur hún flatmagað á ströndinni meðað þið feðginin skelið ykkur í klettana, ca. 30-40 mín að fara uppí kletta.
    Fór nokkrum sinnum þarna í síðustu öld og líkaði vel. Ef ég man rétt þá eru yfir 1000 leiðir þarna þanngi að það ef af nægu að taka.

    Svo er bara hinn kosturinn að taka ferjuna og fara til Corsiku það er snild.

    guðjón

    #55399
    2006753399
    Meðlimur

    Kannski rétt að minnast á það í leiðinni fyrir næsta vetrarfrí að Val d’Cogne við Aosta á víst að vera „besta ísklifursvæði í evrópu“ að sögn Chamonix leiðsögumanna, ca 2,5t frá Cham. Hefur einhver komið þar?

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.