Valshamar

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46119
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Nú hefur hliðið að sumarhúsasvæðinu sjálfu verið haft læst að undanförnu. Menn hafa hinsvegar bara lagt bílum við hliðið og gengið þaðan.
    Okkur hefur hinsvega verið bent á það, með mismiklum mannasiðum, að þetta sé ekki lengur liðið og að keyra skuli slóðan sem fer til vinstri við ruslagámana áður en komið er að hliðinu inná svæðið og ganga síðan þaðan upp að hamrinum.
    Ég sé hinsvegar ekki betur en að þræða þurfi í gegnum lóðir og garða annarra sumarhúsaeigenda til þess að komast á leiðarenda. Get ég ekki ímyndað mér að það vekji mikla lukku til lengdar.

    Veit einhver hver staða mála er þarna? Hvar skal ganga til þess að halda öllum góðum?

    Það eru ljótar fréttir finnst mér ef að skerða á aðgang lítils hóps að þessu fína útivistarsvæði, hóps sem hefur alltaf tamið sér góða umgengni við menn og náttúru á svæðinu.

    #52805
    Öddi
    Participant

    Hæ. Það er ætlast til að maður gangi meðfram girðingunni og framhjá byggðinni. Þetta er smá krókur en það má hugsa þetta sem góða upphitun fyrir átökin. Fórum þetta síðasta sunnudag og ég hef bara aldrei klifrað betur en þá ;) Það komu tveir hópar á eftir okkur en þeir fóru beint í gegnum byggðina. Það þyrfti bara að auglýsa þetta aðeins betur svo fólk átti sig á þessu því þetta liggur ekki alveg beint við.
    kv. Öddi

    #52806
    Björk
    Participant

    Bendi á þennan lestur:

    http://www.isalp.is/art.php?f=186&p=523

    Með því að ganga meðfram girðingunni komumst við hjá því að ganga í gegnum lóðir sumarbústaðanna, og biðjum alla um að gera það.

    Stjórnarmeðlimir munu leggja leið sína uppeftir um helgina til að setja upp skilti til að auðvelda fólki að rata rétta leið.

    #52807
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Flott að heyra að það sé til sameiginleg sátt í málinu og það verður gott að sjá skilti þarna uppfrá næst þegar maður mætir, því þó maður keyri slóðan til enda er ekki beint af augum hvert fara skal þar eftir.

    Já og ég er set það ekki fyrir mig að ganga lengri leiðina ef ég kemst hjá því að lenda í Skúla Fúla.

    Takk fyrir upplýsingarnar.

    #52808
    Björk
    Participant

    Já skulum muna það að aðgengið að klettinum er ekki sjálfgefið þannig að umgengi um klettinn og hegðun þarf verður að vera góð.

    Við viljum vera þarna í sátt við sumarbústaðareigendur:)

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.