Þurrtólun í RVK

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þurrtólun í RVK

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46533
    Steinar Sig.
    Meðlimur

    Hvert er best að fara til þess að þurrtóla í nágrenni Reykjavíkur?
    Augljóslega er illa liðið að drytoola í Valshamri og Stardal, en er eitthvert ,,viðurkennt“ svæði eða annað heppilegt?

    #50521
    AB
    Participant

    Þú ættir að prófa Leirvogsgil. Það er fínt að æfa sig þar, traust berg en nokkuð erfiðar leiðir. Einhverjir boltar eru í berginu en þær gætu reynst varasamir enda nokkuð komnir til ára sinna. Hægt er að koma upp ofanvað á þægilegan hátt. Þarna fer enginn lengur til að klettaklifra svo líklega er þetta besti kosturinn í grennd við borgina.

    Góða skemmtun!

    AB

    P.s.

    Ef ske kynni að þú vitir ekki hvernig finna á svæðið þá er það í stuttu máli svona. Keyra Vesturlandsveg, beygja til hægri og keyra eftir malarvegi í austurátt meðfram suðurhlið Kistufells, Leirvogsgil er þá á hægri hönd. Eftir um 2 mínútna og 13 sekúnda akstur skal bifreið stöðvuð. Ganga niður gilið og leita að 7 m háu heillegu klettabelti.

    Ekki er mögulegt að gefa nákvæmari leiðbeiningar, þessi lýsing er algjörlega fullkomin. Óje.

    #50522
    2003793739
    Meðlimur

    Ég fór nú einhverntíma bara uppí hraunsprungurnar í Heiðmörk.

    Kv
    Halli

    #50523
    AB
    Participant

    Nú, jæja. Mér barst símtal frá einum sem er gamall í hettunni í sportinu. Hann var aldeilis ekki ánægður með að ég væri að vísa mönnum í þurrtólun í Leirvogsgil. Ástæðurnar eru þær að þar eru leiðir sem hafa sögulegt gildi og ísaxir geta skemmt bergið í þeim…

    Þannig að kannski er betra að fara eitthvað annað (sá gamli sem hringdi er frekar stór og alveg pottþétt sterkur, borgar sig ekki að gera hann illan:)

    AB

    #50524

    Gryfjurnar í Öskjuhlíð eru ágætar fyrir dry-tool.

    #50525
    Robbi
    Participant

    tek undir með ága. Auðvelt er að koma fyrir toprope í gryfjunum, og eru ýmsar skemmtilegar drytool leiðir þar að finna.
    rob

    #50526
    2806763069
    Meðlimur

    Einhverstaðar verða vondir að vera. Límdu gripin í leirvogsgili eru einmitt frábær til að nota axirnar á. Og hvaða saga, valla nokkur maður komið þarna!

    Sportklifrarar og Hnappavallalöggur verða líka að læra á málamiðlanir!

    Ekki það að einhver ástæða sé til að bograst með axirnar um mitt sumar.

    #50527
    Ólafur
    Participant

    Þurrtólun!?? Er einhver með tips um hvar maður kemst í góða þurrskíðun þessa dagana?
    órh

    #50528
    Páll Sveinsson
    Participant

    Forðum daga þá notuðum við fjörurnar í þorlákshöfn til að æfa þurrskíðun.

    kv.
    Palli

    #50529
    2401754289
    Meðlimur

    Þurrtólun er fínt sport í svefnherberginu fyrir einmanna sálir sem eiga ekki sleipiefni

    #50530
    0401794539
    Meðlimur

    Ég var einmitt búinn að vera veltandi mér upp úr hvað BDSM stæði fyrir,, þarna kom það;)

    Big Drytooling Sex Maniac

    Takk Friðjón

    #50531
    Karl
    Participant

    „Ice climbing without ice is like making love without a woman!“

    #50532
    0304724629
    Meðlimur

    Við Eiríkur Gísla vorum nú að klifra ís fyrir tveimur vikum fyrir vestan. Besta klifur vetrarins á Óshlíðinni. Þurr og þéttur ís og ný 4+ leið í sarpinn. Eiríkur er búinn að lofa mér því að skella myndum á vefinn en eitthvað gengur það hægt því hann er ekki nettengdur þessa stundina.

    rok

    #50533
    1306795609
    Meðlimur

    Leiðin heitir Sónata og var farin 21 maí og hægt er að kynna sér málið nánar á „mínum síðum“

14 umræða - 1 til 14 (af 14)
  • You must be logged in to reply to this topic.