Tenglasafn

Home Umræður Umræður Almennt Tenglasafn

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47264
    0808794749
    Meðlimur

    Ég vil vekja athygli á tenglasafni sem við erum að reyna koma upp á síðunni. Safnið er enn smátt í sniðum en með hjálp ykkar er fljótlegt að stækka það.

    Það væri frábært ef þið gætuð sent inn slóðina á uppáhalds fjallamennsku-tengdu síðuna ykkar (veftímarit, hetjublogg, uppáhaldsskíðasvæðið, uppáhalds fjallavefverslunin o.s.frv.). Með má líka fylgja með stutt lýsing á síðunni.

    sendist á stjorn (at) isalp . is

    #54656
    0808794749
    Meðlimur

    Þökkum við viðbrögðin… nokkrir hafa sent inn ábendingar og er ég að vinna í því að koma öllum þessum safaríku tenglum inn.
    Ekki hika við að senda fleiri.
    Og ekki láta ykkur bregða þó stjórnin óski eftir meiri aðstoð við efnisöflun á heimasíðu í framtíðinni. Forsíðumyndir, skúbb og annað eru alltaf vel þegin.
    Kveðja

    #54657

    Datt í hug að það gæti verið sniðugt að fólk sendi inn linka á myndagallerý sem það er með og póstar reglulega fjallamyndum. Getum haft eina kategoríu í linkalistanum fyrir svoleiðis… ekki satt Sveinborg?

    #54658
    1506774169
    Meðlimur

    Alveg sammála síðasta ræðumanni, það væri mjög skemmtilegt safn!

    #54659
    Sissi
    Moderator

    ef Gulli og Óli Hrafn gætu töfrað einhvern gaur sem keyrði á RSS feedin frá einhverju mengi af myndasíðum á klukkutíma fresti eða eitthvað væri það náttúrulega úber cool. Snýst allt um að aggregate-a (ööö sameina? samþjappa?) upplýsingum þessa dagana.

    Ég nota t.d. google reader (http://www.google.com/reader) til að halda utan um mitt lesefni, hendi þarna inn öllum síðum sem mig langar að fylgjast með og síðan poppar nýtt efni þarna upp, allt skipulagt og fínt á einum stað.

    Það er rosalega 2004 að þvælast út um allt internet, eina síðu í einu, til að leita að sófa efninu sínu.

    Hef fulla trú á Gulla og Óla Hrafni í þessu, þó að þeir séu reyndar ekki jafn mikil hönk og Björgvin.

    Sissi

    #54660
    0703784699
    Meðlimur

    Maður þarf greinilega að taka upp nýjustu tækni og athuga þetta Reader dæmi. En eitt á ég erfitt með að skilja, og það er af hverju Ísalp þarf að samþjappa þessu fyrir Sissa þegar hann er með það allt í gegnum Google?

    Well bara svona.

    En sá á 8a.nu í dag .f þá sem eru með iPhone að það er kominn nýtt App fyrir skráningu leiða.

    kv.himmi

    #54664
    Sissi
    Moderator

    Stundum þarf maður að hugsa um annað fólk, eins og t.d. í vefhönnun. Þetta á Hilmar eftir að skilja einhvern daginn. Fólk þarf að hugsa um samfélagið, ekki bara sjálft sig :)

    #54667
    0808794749
    Meðlimur

    ég er algjörlega inn á því að fólk sendi inn linka á myndasíðurnar sínar. það er líka hvetjandi. ef maður veit að það er verið að fylgjast með myndasíðunni þá er maður duglegri að uppfæra.

    dælið inn linkunum!

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.