Stífir leðurskór.

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Stífir leðurskór.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46995
    0801667969
    Meðlimur

    Hvar væri helst að leita fanga varðandi stífa leðurskó fyrir telemark og skíðagöngu? Hefur einhver farið nýlega í búðir?

    -einn á ullarbrók

    #48475
    0704685149
    Meðlimur

    Er bara verið að græja sig upp fyrir Telemarkmótið?

    kv.
    Bassi

    #48476
    0311783479
    Meðlimur

    Er ekki eina lausnin að panta þetta bara að utan? Allavegana held ég að engum detti lengur í hug að kaupa sér t.d.Scarpa T1 telemarkstövlar á 40þús. döðlur í Útilífinu.

    Æ oftar saknar maður gömlu Skátabúðarinnar þar sem pupullinn gat labbað inn af götunni og treyst því að e-ð væri nú til af varningi. Þetta farið að minna á dönsku einokunarverslunina þar sem menn biðu eftir komu haustskipanna.

    Árni, hvaða týpum mæla menn með af stífum leðurskóm?

    -kveðja
    Halli

    #48477
    0801667969
    Meðlimur

    Vil nú ekki viðkenna það. Það er hins vegar alveg ljóst að ef ég mæti get ég ekki látið sjá mig á plastbúnaði sem ég kann ekkert á. Sem dæmi um vankunnáttuna á því sviði þá lagði ég á mig að keyra norður í land um helgina til þess eins að spyrja norðlending (Böbbi held ég að maðurinn heiti) hvernig ætti að festa gormana aftan á plastskóna. Þetta gerðist eftir táin á leðurskónum og skíðið fóru á eigin vegum niður Hlíðarfjall. Þetta sýnir hversu langt ég er komin í þessari plastmenningu.

    P.S.I Hef nú aldrei komið í Hlíðarfjall áður en til að fyrirbyggja misskilning var ég EKKI að kanna aðstæður fyrir festivalið.

    P.S. II. Stefán fyrrv. formaður var þarna á svæðinu og var með einhver comment á stílinn sem ég notaði. Þóttu honum aðfarirnar furðulegar. Mæli því með að tekin verði upp liður í mótinu þar sem keppt verður um afkáralegasta stílinn.

    Kv. Árni Alf.

    #48478
    0801667969
    Meðlimur

    Var nú að svara Bassa þarna áðan en Halli þurfti endilega að troða sér þarna á milli. Varðandi spurninguna frá þér Halli þá er ég alveg úti á þekju eins og venjulega. Verð bara að kíkja í búðir og bæklinga en var að vona að einhver vissi hvaða sjoppur biðu upp á leðurskó svona til að flýta fyrir. Kannski ætti ég að bjóða verkið út?

    Kv. Árni Alf.

    #48479
    0704685149
    Meðlimur

    Árni,
    Mig minnir nú að stíllinn þinn hafi verið með ágætum þegar við skíðuðum saman niður af Tungnafellsjökli með honum Lamba.

    En með leðurskó…þá mundi ég athuga í Skíðaþjónustunni á Akureyri…þeir luma oft á gömlu Telemark/gönguskíða-dóti sem hægt er að fá á hagstæðum kjörum. Síminn þar er: 462 1713

    Síðan mundi ég ráðleggja þér að tala við Halldór fyrrverandi Skátabúðastjóra og athuga hvort hann geti ekki reddað þér Scarpa leðurskóm að utan. Er hann ekki með umboðið fyrir Scarpa? Þú hlýtur að finna hann í símaskránni

    Taktu nú Hlyn og Lamba með þér á Telemarkmótið.

    kv.
    Bassi

    #48480
    1709703309
    Meðlimur

    Stíll Árna er mjög hættulegur skíðandi og gangandi sem í nálægð við hann koma. Stafirnir standa eins og nautshorn út frá honum þetta er því „el torro“ stíll. Tek samt fram að Árni er alltaf við góða stjórn.

    #48481
    2401754289
    Meðlimur

    Ef ykkur vantar graejur a agaetu verdi tekkid tha a http://www.tlemarkpyrenees.com

    freon

    #48482
    2401754289
    Meðlimur

    upps telemarkpyrenees.com

    #48483
    1705655689
    Meðlimur
10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.