Stardalur. Minningin ein.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stardalur. Minningin ein.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46315
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég er ekki að skilja þetta.
    Það fá allir tár í augun þegar talað er um Stardal.
    Frábær staður.
    Frábært berg.
    Snýr í suður.
    Enn frábærari leiðir.
    Samt klifrar þar enginn.
    Ef þar væru svona 1000 boltar væri þar stanslaust stuð.
    Í staðin er fuglin og gróðurinn að taka þar öll völd.

    Palli á enga vini.

    #48835
    Hrappur
    Meðlimur

    Afhverju 1000 bolta hvað með bara einn RISA!!!! bolt svokallaða megin tryggingu. One bolt to rule them all…..and in the darkness bind them. Paulon og leitin að máttugu meigin tryggingunni.

    #48836
    Ólafur
    Participant

    Svona svona…engin ástæða til að mála hlutina of dökkum litum.
    Maður sér nú ennþá fólk í Stardal á góðviðrisdögum þó þar séu yfirleitt aldrei eins margir og í Valshamri. Og það hafa nú fleiri en einn og fleiri en tveir undir þrítugi klifrað þar 5.10 og meira síðustu ár. Stardalur átti sína gullöld og fyrir 10-15 árum var hann sannarlega Mekka þó það Mekka hafi færst austar í dag.

    Reyndar er engin ástæða til að kvarta. Það er svosem fínt að fá að klifra þar í friði á góðviðrisdögum.

    Er þetta ekki bara grái fiðringurinn hjá Páli…eða elliglöp?
    Ég er amk ekki á leið uppeftir með borvél.

    órh

    #48837
    Anonymous
    Inactive

    Þar sem menn eru búnir að útskrifa Palla á guð og gaddinn með elliglöp er þá ekki alveg eins gott að lofa honum að bolta nokkur „face“ þarna í Stardalshömrum, það sér það hvort sem er enginn þar sem þessir „ungu“ og efnilegu fara alltaf austur. Köllum bara Stardalinn „Ellihælið“ og Hnappavellir fá þá viðurnefnið „Leikskólinn“. Allir lifa ánægðir við sitt eftir þennan dag. Eina sem ég sé að sé kostur við að bolta er að þá eykst framboð á leiðum og möguleikar fyrir þá sem þarna koma. Ég er ekki haldinn einhverjum fjólubláum sykursætum draumórahugmyndum um að pakka Stardalnum „heilaga“ inn í bómull og geyma hann svo að segja ónotaðan um ókominn ár.

    #48838
    0309673729
    Participant

    Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með þessum umræðum er réttast að benda á að þær hófust á umræðuþráðnum „Valshamar – ný leið“.

    kveðja
    Helgi Borg

    #48839
    Hrappur
    Meðlimur

    Mér líst vel á að leifa þessum gömmlu að bolta Stardal. Þeir eru bæði nískir og hugaðir og setja sennilega bara 2 bolta (af ódýrustugerð) í hverja leið. Húrra fyrir Der Alte!!

    #48840
    Gummi L
    Meðlimur

    bolta stardal, misnota ungabarn. hví ekki bæði eru jú varnarlaus. Hvenær fór það að teljast metnaðarmál að auka umferð um klifur svæði?
    ég tel það hæpin rök að bolta stardal til að auka umferð um hann. þá getum við í sama dúr sett kláf á hvannadalshnjúk því amma mín kemst ekki þangað. malbikað yfir hálendið því andri á ekki jeppa. klifur er fyrir þá sem þora því og hinir eiga að vera heima. ég sjálfur fer meira í bolta því sennilega er ég bara svona mikil kelling en það á ekki að eyðileggja ósnortið dótaklifur fyrir þeim sem það stunda.

    kv. Guðmundur Logi

    #48841
    2502614709
    Participant

    Ég held að hér brjóti nauðsyn lög- það er ekki eins og við getum valið um fjölda klifursvæða í nágrenninu. Leyfum að bolta hluta í Stardal og samþyggjum þá um leið að restin verði aldrei boltuð. Þetta er orðið nauðsynlegt það er oft þröng á þingi í Valshamri. Auk þess verður þetta til þess að menn fara að kíkja á dótaklifrið og gott að það verði þarna hlið við hlið. Þá er það ákveðið.

    kveðja

    #48842
    Sissi
    Moderator

    Hvað er með þetta „malbika hálendið“ og „hamborgarasjoppu í Þórsmörk“ kjaftæði? Kemur það málinu við? Kúbein og guð má vita hvað.

    Hvernig væri að í stað þess að menn sitji fyrir framan tölvuskjái myndu þeir:

    1) Fara og kústa helvítið – það hlýtur nú að mega?

    2) Setja upp nokkra toppbolta – það er bara öryggismál, eykur traffík og ætti ekki að trufla neinn sem vill búa til megintrygginu sjálfur.

    Ég nenni ekki að hætta mér út í hina sálmana, sálma satans, en mér finnst ágætt hjá Palla að hrista upp í mönnum með þetta við og við. Það að geta ekki rætt þessa hluti á málefnalegu nótunum er einfaldlega asnalegt.

    Það er sjálfsagt enginn að tala um einhver spjöll þarna á þeim leiðum sem eru fyrir / potential leiðum.

    Vantar eiginlega lögfræðilegt álit frá Skúla hvort rétt sé að beita gagnályktun á að aldrei verði boltað þarna, þ.e. að toppankeri falli undir klausuna, eða að aðeins sé rætt um millitryggingar og skýrt þá út frá anda laganna, þ.e. að toppankeri séu í lagi.

    Meiri traffík um Stardal => fleiri klifra => fleiri þekkja svæðið => betra fyrir klifursamfélagið og betra fyrir varðveislu svæðisins.

    Þar af leiðir: [Traffík = góð]

    Einnig má bæta við: Einhver setur í kunnáttuleysi upp lélegt teip, dettur á hausinn og drepst = slæmt.

    Vona að þetta sé ekki of flókin stærðfræði fyrir neinn.

    Kústum hamarinn og dúndrum svo upp nokkrum toppboltum þarna – þaggi? Ég mæti, get samt verið sjálfur á bíl ;)

    Sissi – as softcore as they come

    #48843
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég viðurkenni það að ég hafi kannski verið svolítið stórorður.
    1000 boltar er aðeins yfir strikið.

    Málið snýst um að gera dalinn aðgengilegan fyrir alla hvort sem þeir vilja nota sínar hnetur og vinni. Klifra í ofanvað eða klippa í bolta.

    Bara að geta klippt í topptryggingu og sigið niður og hreinsað út úr leiðinni væri skref í rétta átt. Bolta nokkrar leiðir sem aldrei/sjaldan eru klifraðar ætti ekki að styggja neinn.

    Halda dalnum eingöngu fyrir eina gerð klifurs finnst mér ekki sanngjarnt.

    Palli

    #48844
    Sissi
    Moderator

    Dittó

    #48845
    AB
    Participant

    Sanngjarnt? Slæm röksemd. Mér finnst heldur ekki sanngjarnt að bara Bjössi, Hjalti og Valdi geti klifrað Sláturhúsið 5.13b á Hnappavöllum, en ekki ég. Ég er að hugsa um að mæta með meitil og hamar og stækka gripin svo ég geti þetta líka, annað er ekki sanngjarnt. Þetta myndi líka auka traffík í þessa flottu leið.
    Af hverju þarf allt að vera aðgengilegt fyrir alla? Þó að margir ráði ekki við að klifra dótaleiðir, nenni því ekki eða þori er ekki þar með sagt að við eigum að breyta náttúrunni til að auðvelda þeim að njóta líka. Þaðan kemur þessi röksemd Sissi. Það er eðlilegt að fólk sem vill stunda klifur leggi það á sig sem þarf til að geta klifrað á tilteknum svæðum. Klifur er ekki fyrir alla, frekar en fótbolti, fallhlífastökk, boccia og snóker. Enginn kemst í landsliðið í fótbolta án þess að æfa sig og leggja eitthvað á sig, er það?

    Ég er hlynntur því að setja boltuð sigankeri á nokkrum stöðum í Stardal, slíkt auðveldar niðurferðir og stríðir ekki gegn eðlilegu klifursiðferði.

    Kv, Andri

    #48846
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta er ekki spurning um bolta leiðir til að „geta“.
    Í dag er það staðreynd að klifrarar æfa til að klifra á sínum líkamlegum mörkum.
    Klifrar leita í þær leiðir sem eru nálægt þeim mörkum.
    Dótaleiðir eru skemmtilegar til síns brúks en það fara þær fáir aftur og aftur eins og þær boltuðu.
    Ég sannfærður um að í dalnum væri hægt að koma upp góðu samspili boltaðra og hefðbundinna leiða svo allir geti unað við sitt.

    Að útbúa þetta svæði vel og vanda til verksins mundi verða mikil vítamínsprauta fyrir klifur á íslandi.

    Palli

    #48847
    Freyr Ingi
    Participant

    Lög Íslenska Alpaklúbbsins

    1. grein
    Félagið heitir Íslenski Alpaklúbburinn og er skammstafað ÍSALP. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku.

    Fyndið, sjáiði hvað ég fann á heimasíðunni.
    Andri ertu ekki ennþá í stjórn Ísalp?

    Hvað segiði, hvenær verður svo Stardals umræðu/ og ákvarðanafundurinn haldinn? Miðvikudaginn í næstu viku?

    To bolt or not to bolt…

    Persónulega væri ég sáttur við sjá nokkur sigankeri þarna.

    Pís,

    Freysi

    #48848
    AB
    Participant

    Búið að hóa í stjórn og fundur verður auglýstur bráðlega.

    Rétt Freysi, ég sit í stjórn félagsins. Markmið þess er að efla áhuga manna á fjallamennsku en þó ekki með hvaða ráðum sem er. Félagið stendur t.d. ekki fyrir vélsleðaferðum á fjöll til að auðvelda þeim sem ekki nenna, geta eða vilja labba, að komast á hæstu tinda, jafnvel þó það myndi e.t.v. skila sér í þátttökuaukningu í ferðum. Þú skilur samlíkinguna.

    Góð hugmynd að halda fund, ég hlakka til skarprar og kröftugrar umræðu.

    Kveðja,

    Andri

    #48849
    Hrappur
    Meðlimur

    Ég fer nú að hallast að því að Palli hafi nokkuð til síns máls eru allar erfiðu dótaleiðirnar ekki alltaf fortrygðar eða æfðar til dauða í ofanvaði. Ekki það að ég myndi nenna neitt oftar en einusinni á tvegjaára fresti í Stardal þó þar væri boltar. Gott að menn ætla að taka málefnalega á þessu og ekki klifra uppá nefsér.

    #48850
    1802862769
    Meðlimur

    Með því að sjá örfá sigankeri, Móti því að bolta Stardal og er frekar bara svona sammála Andra og fleirum í þessu öllu. Er ekki annars alveg nóg af boltuðum klifurleiðum í nágreni Reykjavíkur, væri leiðinlegt að skemma Stardalinn með þessu stálglingri.
    Málið með „slabbið“ og reyndar gleymdi því var nú bara það að þetta er bara drulla og fá grip í klettinum sjálfum á ákveðnum stað þarna en líka ætlaði alltaf að segja frá því að eitthvað virtist akkerið vera gamalt og ótraust og það var nú bara það sem ég átti við upphaflega, ekki að ég þyrði ekki að klifra þessa leið.
    Vona að sem flestir mæti á fundinn.
    kv. Björn

17 umræða - 1 til 17 (af 17)
  • You must be logged in to reply to this topic.