Snjóflóðaýlar

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóðaýlar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47441
    vikgud
    Meðlimur

    Jæja ég held að einusinni á ári komi upp umræða hér um snjóflóðaýla. Ég vona að ég sé ekki að stofna óþarfa þráð sem allir eru orðnir þreyttir á en:
    Mig langar að fá mér þriggja loftneta snjóflóðaýli. Ég er búinn að lesa slatta af review-um um ýla á netinu og finnst mér Pieps DSP alltaf líta betur og betur út. Samt sem áður langaði mig til að kasta spurningu hingað á spjallborðið áður en ég ákveð mig.

    Hvað ýlar eru þið að nota og með hverju mælið þið með?

    Eða verð ég bara hel sáttur við Pieps DSP-inn?

    Kv.
    Viktor

    #56352
    0703784699
    Meðlimur

    Hvað segja menn um Ortovox Patroller Digital? Hann er á mjög svo viðráðanlegu verði?

    Eða er málið að vera með eitthvað undratæki með öllum helstu fídusum?

    Himmi

    #56353
    Smári
    Participant

    Ég er mjög hrifinn af Tracker, sérstaklega þægilegur þegar fleiri en einn eru grafnir á litlu svæði (allavega á æfingum).

    kv. Smári

    #56361
    1705655689
    Meðlimur

    Ég held að þú verðir ánægður með Piepsinn. Við flatlendingarnir í Björgunarfélaginu hér á Selfossi fengum okkur Pieps fyrir tveimur árum og hann er mjög þægilegur í notkun (á æfingu eins og Smári segir). Mikið svakalega hefur þetta nú hækkað í verði frá því sem Slysó var að bjóða þetta á.

    #56362
    Jokull
    Meðlimur

    Sæll Viktor

    Það er hið eðlilegasta mál að velta því fyrir sér hvað sé gott þegar það kemur að hlut sem ekki aðeins er dýr hedur einnig hlutur sem getur bjargað lífi þínu.

    Það eru til margar góðar gerðir af ýlum og aðrar ekki eins góðar. Pieps DSP er klárlega einn af þeim góðu, einfaldur í notkun og komin með nokkur ár á markaðnum.

    Bergmenn fjallaleiðsögumenn og Arctic Heli Skiing hafa notað DSP ýla í nokkur ár og eiga annsi stóran flota, sem aldrei hefur klikkað, þannig að ég get hiklaust mælt með þeim.

    Ef þig vantar frekari uppls þá geturðu bjallað í okkur.

    JB

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.