Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Nýr leiðarvísir fyrir Stardal
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
23. apríl, 2007 at 21:40 #46807
Siggi TommiParticipantJæja, eftir langa meðgöngu hef ég nú lokið við að endurgera klifurleiðarvísinn fyrir Stardal.
Sjá https://www.isalp.is/art.php?f=86
(eða beint á http://www.rds.is/siggi/klifur/topo/index.htm)
Með von um að almenn ánægja sé með þetta framtak og að djásnið eigi eftir að nýtast mönnum vel í dótaklifrinu í sumar…
23. apríl, 2007 at 22:58 #51386
0808794749MeðlimurMagnað stöff og frábært verk unnið.
Til hamingju með þetta!24. apríl, 2007 at 08:38 #51387
Páll SveinssonParticipantGlæsilegt.
Ánægður með framtakið.Sérstaklega ánægður með að þú skulir hafa slept því sem fór hvað mest í taugarnar á mér í gamla ÍSALP vísinum.
Gleymdist þó í einni leið. Hvíta deplinum;-)
kv.
Palli24. apríl, 2007 at 08:54 #51388
ÓlafurParticipantKúl!
Sprungan milli 7-up og Flagsins hefur líka verið klifruð og ég held að hún hafi verið gráðuð 5.9. Ég klifraði hana amk einhverntíma en veit fyrir víst að ég var ekki fyrstur. Minnir að það standi eitthvað um þetta í einhverjum gömlum fréttapistli.
Hvað var það sem fór svona í taugarnar á þér í gamla leiðarvísinum Palli?
ÓliRaggi
24. apríl, 2007 at 09:05 #51389
0311783479MeðlimurGlæsilegt Siggi!
Halli
24. apríl, 2007 at 09:14 #51390
0703784699Meðlimurflott framtak….búinn að prenta út og vonandi fá vinirnir að fljóta með í klifur í sumar.
kvHimmi
24. apríl, 2007 at 09:16 #51391
ABParticipantVel að verki staðið.
Glæsó.
AB
24. apríl, 2007 at 10:01 #51392
Siggi TommiParticipantMig grunar að það hafi verið „leiðin er tortryggð“ sem hafi farið fyrir brjóstið á PS.
Hann vill meina að með nútíma stærðum af vinum og svoleiðis séu margar áður tortryggðar leiðir það ekki lengur.
Það má vel vera en þó líklega ekki algilt, því sumar sprungur uppfrá eru sennilega jafn ótryggjanlegar nú og þá.
Ég fór þó að ráðum PS og hreinsaði þetta út víðast hvar.Fleygurinn er ennþá í Hvíta deplinum ef ég man rétt (það er alla vega fleygur í svarta veggnum).
Palli ætti kannski bara að hamra járnið úr aftur og fara leiðina „klín“ til að sanna mál sitt…
24. apríl, 2007 at 10:14 #51393
2806763069MeðlimurMjøg kul, sumir eiga skilid stort klapp a bakid!
24. apríl, 2007 at 10:20 #51394
0309673729ParticipantGlæsilegt !
kveðja
Helgi Borg24. apríl, 2007 at 10:25 #51395
SmáriParticipantFrábært framtak. Búinn að prenta hann út og til í slaginn…
kv. Smári
24. apríl, 2007 at 13:03 #51396
ÓlafurParticipantFleygurinn er ennþá í Hvíta deplinum – nema þá að Andri sé búinn að taka hann og setja í klifurminjasafnið sitt ásamt hnetunni sem var í þakinu á Óperu.
24. apríl, 2007 at 14:12 #51397
2704735479Meðlimurmjög flott!
24. apríl, 2007 at 14:20 #51398
ABParticipantGóður Óli:)
Nei, ég hef ekki fjarlægt fleiri ryðgaðar tryggingar úr Stardal.
Hnetan úr Óperu er enn heima, ásamt gamalli skrúfu sem við Steppo fundum í NV-vegg Skessuhorns. Já, kannski að þetta sé vísir að klifurminjasafni, Óli þú mátt vera aðstoðarsafnvörður!
Það væri vel þegið ef einhver nennti að sækja vininn sem Stefán Hús gleymdi í Tjaldinu í Eilífsdal, sá gripur myndi sóma sér vel í safninu. Ég sé fyrir mér enskan texta við gripinn: ,,This spring loaded camming device has been to the top of Nanga Parbat and also helped Steve House to make an astonishing ascent of the much coveted route „The Tent“ in Eilífdalur, Iceland.
Vinsamlega snertið ekki sýningargripina.
Ég fjarlægði hnetuna úr Óperu einfaldlega vegna þess að hún var ónýt og ég þurfti að nota plássið fyrir tryggingu. Ég frétti svo síðar að einhverjir kappar hefðu fengið fortíðarljóma-kast og fundist ég vera að skemma eitthvað. Æ æ.
AB
24. apríl, 2007 at 14:41 #51399
2005774349MeðlimurMjög fínt sko.
HRG.
24. apríl, 2007 at 15:40 #51400
2303842159MeðlimurKúl!
kv Haukur
24. apríl, 2007 at 19:01 #51401
2003793739MeðlimurGlæsilegt framtak.
Kv.
Halli24. apríl, 2007 at 19:11 #51402
2506663659ParticipantGlæsilegt framtak hjá þér.
Takk fyrir þetta.kv,
GSSps.
Tengt opnun klifurmynjasafnsins má svo hittast í „Dalnum“ og rifja upp afhverju þær voru svona „tortryggðar“ með hexur og kubbahnetur einar að vopni.24. apríl, 2007 at 22:57 #51403
0703784699MeðlimurStiftamt…..var það þarna í topo-num…..skoðaði það nú ekki sérstaklega…..bara af því að það er nú forsíðumynd dagsins!
Gimp
25. apríl, 2007 at 08:27 #51404
Páll SveinssonParticipantFleiri en einn hefur farið Hvíta depilin án þess að klippa í riðhrúguna. Hvort það var til að sanna að fleigar og boltar eru óþarfir eða þeir hafi ekki treist honum veit ég ekki.
Fékk nú einu sinni BB í fangið í þeirri leið og þá hélt fleigurinn.
Þegar ég las í gegnum þennan vísi þá fékk ég fiðring í magan og búinn að heita mér því að skreppa í dalin og rifja upp gamla takta.
kv.
Palli27. apríl, 2007 at 09:40 #51405
1908803629ParticipantÞetta er glæsilegt rit, frábært framtak. Með þennan leiðarvísir að vopni held ég að ég geti loks látið verða af því að spreyta mig í dótaklifrinu… hneturnar hafa allavega gert lítið gagn heima…
Takk fyrir þetta Siggi.
27. apríl, 2007 at 13:21 #51406
Siggi TommiParticipantMinni á að Gerðubergs leiðarvísirinn er þarna á vefsíðunni líka.
Það er einnig frábært klifursvæði, sérstaklega fyrir þá sem eru komnir upp úr rásholunum í dótaklifrinu.
Ekki sérlega byrjendavænt svæði en frábært öngvu að síður. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.