Myndasýning og grill

Home Umræður Umræður Almennt Myndasýning og grill

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47274
    0808794749
    Meðlimur

    Hallóhalló.

    Mikið er ánægjulegt að hafa samskipti í gegnum nýja vefinn okkar!

    Ef einhver skildi ekki hafa áttað sig á því þá er hér á vinstri hönd að finna dálk með dagskránni okkar.
    Flestir ættu að hafa heyrt af Stardalsdeginum á þjóðhátíðardag.
    Einhverjir hafa kannski ekki tekið eftir auglýsingu um myndasýningu sem haldin verður nú á þriðjudagskvöld.

    Hér á klakanum er staddur háfjallagarpurinn og pólfarinn Satyabrata Dam. Hann er spenntur að hitta íslenska fjallamenn og ætlar að halda fyrir okkur myndasýningu og fyrirlestur þar sem hann kynnir fyrir okkur þá möguleika sem gefast í fjallamennsku á hans heimaslóðum. Ekki er ólíklegt að hann laumi inn nokkrum sögum af leiðangri sínum og sinna manna upp norðurhlið Everest.

    Áður en myndasýning hefst verður hitað upp í kolunum og við gæðum okkur á pulsumeti saman.

    Sjáumst á morgun.

    #54253
    Skabbi
    Participant

    Það er full ástæða til þess að hvetja fólk til að mæta í kvöld. Þetta er stórmerkilegur náungi, verður eflaust hörkusjóv hjá honum. Það er komin frétt efst á síðuna með frekari upplýsingum um kauða.

    Svo ekki sé nú minnst á grillið!

    Skabbi

    #54258
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Ég stefni á mætingu. Sataya er töffari.

    #54259
    2806763069
    Meðlimur

    Þokkalega öflugur gaukur – töluvert meiri spaði en pólsku túrhestarnir í fyrra! Ef vesturlanda gaukur ætti jafn mikið af flottum FF í Himalaya þá væri hann líklega nokkuð frægur.

    Kærar þakkir fyrir þetta.

    kv.
    Softarinn

    #54260
    1908803629
    Participant

    Þessi myndasýning var snilld og miðað við feril kappans og áhugavert efni þá hefði átt að vera húsfyllir í sal FÍ, í stað sal Ísalp. Ég er ánægður að ég ákvað að kíkja við og fá fjallahvatningu beint í æð og fá að heyra lífsspeki hans um lífið og fjöllin. Þetta er maður sem ég mun fylgjast með.

    BTW. bloggsíðan hans er mjög áhugaverð, mæli með henni.

    #54262
    Björk
    Participant

    jei gaman að prófa nýtt spjall!

    Já það hefði verið gaman að sjá fleiri ísalpara.

    Skabbi grillaði ljúffengar pulsur ofaní hópinn og gaman að hitta fólk frá jöklarannsóknarfélaginu.

    #54263
    1108755689
    Meðlimur

    Það eina sem vantaði til að gera þessa myndasýningu betri var að forsetinn liti við (honum var víst boðið).

    Mikill harðjaxl hann Sataya. Missir greinilega ekki augun af markinu, sama hvað á dynur.
    B

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.