Lambárhnjúkar

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Lambárhnjúkar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47393
    0704685149
    Meðlimur

    Í tilefni þess að mynd dagsins er svona skemmtileg þá get ég ekki setið á mér og upplýst ykkur um það að: Við, hjónin, skíðuðum í gær Lambárhnjúkana inn í Hvalvatnsfirði og náðum 720 metra skíðafallhæð. Fínast færi í frábæri kvöldsól. Það er alveg enn hægt að skíða þar en snjórinn er að hverfa hratt þessa dagana. Líklega er meiri snjór inn í Flateyjardal þar sem við vorum seinnipartinn í júní og skíðuðum í góðum félagsskap tinda þar. En aftur á móti var lítill snjór í Herðubreiðinni í lok júní eftir sólarhrings úrhelli og ákváðum við ekki að reyna að skíða hana, en sáum samt einhver gömulu skíðaför í smá skítasnjóskafli í uppgöngunni. Trúlega eftir KING.

    kveðja
    Bassi

    #54330
    Karl
    Participant

    Takk fyrir skíðin Bassi, -ég er enn með stafina og skinnapokann þinn. -Herðubreiðin var fín en ég naut góðs af því að það snjóaði mikið tvo dagana áður en ég fór á Herðubreið (um sólstöður.)
    Var að koma að norðan í fyrradag og það er engu logið með skíðafærið í Fjörðum og Flateyjardal. Óvenjulegt að sjá hvað snjórinn er algerlega hreinn ennþá. Greinilegt að það hefur verið mjög mikið staðviðri í sumar.
    Snæfellið lítur út fyrir að vera í kjöraðstæðum og líklega má ná góðri bunu niður SV hornið á Tungnafellinu, upp af Nýjadal. Ég hef oft tekið með mér skíði þegar ég hef ekið Sprengisand snemma sumars til að skíða þessa lænu….

    #54336
    0808794749
    Meðlimur

    Ég, Björk og Elín Marta skíðuðum fyrir norðan um þar síðustu helgi.
    Þar sem þetta var fyrsta ferð okkar í Hvalvatnsfjörð stefndum við á Lambárhnúkinn sem allir tala um.
    Sökum risaskafls með vatnssósa snjó á háheiðinni komumst við ekki að Gili. Hið eina augljósa í stöðunni var að arka austur yfir dalinn og fara á næsta góða topp. Höfum við aldrei vaðið jafn vatnsmikla á, með skíði á bakinu en það var þess virði því bunan ofan af toppinum, sem mér sýnist að heiti Digrihnúkur, var þess virði.

    Það má því greinilega skíða fleiri línur en niður Lambárhnúk í Hvalvatnsfirði. Heyrðum við einnig af því að norðar (innar eða utar í firðinum???) megi svo finna lítt skíðaðar leiðir. Kannast einhver við þá toppa?

    Þessa helgi skíðuðum við líka Kalbakinn en þar uppi var blíðan svo mikil að nauðsynlegt var að renna sér á stuttbuxum!

    Þetta var fínn endir á góðum skíðavetri.

    kv.
    Sveinborg

    #54337
    0704685149
    Meðlimur

    Það hafa verið skíðaðir allnokkrir aðrir tindar en Lambárhnjúkana í Hvalvatnsfirði síðustu ár.

    Það er bara einhvernig þannig að þegar kemur fram á sumarið þá ertu að fá mest fyrir peninginn að skíða Lambárhnjúkana

    kv. Bassi

    #54339
    Karl
    Participant

    skíðafæri 8. júlí 2009

    Loftmynd

    #54340
    1506774169
    Meðlimur

    Það er greinilegt miðað við myndina að Hornstranda og Jökulfjarðasvæðið er ennþá sæmilega snjópakkað, væri gaman að heyra fréttir þaðan :)

    #54347
    Jokull
    Meðlimur

    Var að koma úr Hvalvatnsfirði og það er hér með staðfest að það er nægur snjór til staðar og mjall hvítur og hreinn. Það þarf reyndar aðeins að arka uppí móti með græjurnar á bakinu en það sem við tekur er vel þes virði……

    JB

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.