Kaldakinn Topo

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Kaldakinn Topo

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45537
    Karl
    Participant

    Hörkufínn Tópó hjá Sigga

    http://www.rds.is/siggi/klifur/topo/pdf/Kaldakinn.pdf

    Ég sá slóðina á öðrum þræði og kom strax auga á nokkra fortíðardrauga sem eru tilkomnir vegna ónákvæmni og kæruleysis MÍN og annara sem voru á brölta í Kinninni á öldinni sem leið.

    Ég skrifaði nokkra punkta um það sem ég kom auga á og skora á Hallgrím, Tomma, Jóa ofl að lesa þetta yfir og reyna að hrista upp í gráa hafragrautnum…..

    C7 Íssól
    Þessi leið var alltaf kölluð „Skítuga Leiðin“ og mig minnir að við Olli höfum sigið þarna niður eftir að við urðum þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera fyrstir til að endurfara leið í Kinninni ( Við höfðum endurfarið Frygðina og skírt Lazarus (eftir heilsufari Olla) en við töldum að leiðin Frygð væri það sem síðar fékk nafnin Girnd).
    Ég man ekki betur en að e-h norðanmenn (Bassi? Húnbogi?) hafi klifið „Íssól“ áður en fyrst var haldið festival í Kinninni

    E3 „Blár Dagur“
    Þetta var klifið e-h ´93 – ´95 Mig rámar í að Óttar Kjartansson og/eða Sigurður Sæmundsson hafi verið með mér og etv fleiri. Minnist þess ekki að við höfum gefið leiðinni nafn.

    F1 „Glæstar Vonir“ = Limrusmiðurinn
    Þetta er Limrusmiðurinn FF Húnbogi Valsson, Karl Ingólfsson og Jóhann Kjartansson 22. des ´96

    F6 „Forneskjan“ = Glassúr
    Þetta er leiðin Glassúr sem fyrst var farin af undirrituðum og Jóhanni og Óttari Kjartanssonum 23. des ´95. Hallgrímur og Jökull reyndu við næstu leið utanvið en urðu frá að hverfa og þáðu spottan upp Glassúrinn. Það var mér til happs að hafa gleymt utanyfirbuxunum og ég klifraði leiðina í svellþykkum loðfóðruðum vinnusamfesting því ég þurfti að sitja dágóða stund í stórrhríð á meðan ég dorgaði alla lúðrasveitina upp.
    Leiðin var nokkuð torsótt þennan dag og fékk gráðuna 4+

    Ræsið er sunnarlega á svæðinu. Mig minnir að þetta sé skora sem er sunnan við Stekkjastaur.

    Stekkjastaur var frumfarinn í tvem spönnum

    Losti
    Nú er ég alveg lost… -en ég man eftir nafninu…..

    #52564
    0704685149
    Meðlimur

    Sæll, Ég hef aldrei farið Íssól hvorki fyrr né seinna.
    kv. Bassi

    #52565
    0309673729
    Participant

    Ég og Húnbogi klifum eitt sinn eina spönn í leið sem er hægra megin við B7. Ísinn í leiðinni er ávallt dökklitaður. Spönnin er löng og jafnbrött WI4. Sökum þess að ég þurfti að ná flugi suður þá sigum við niður í stað þess að brölta WI2/WI3 ísinn upp á brún. Þetta var á þeim tíma sem menn þurftu að klára leiðir til geta nefnt þær.

    með kveðju
    Helgi Borg

    #52566
    2806763069
    Meðlimur

    Ian Parnell & Neil Gresham??

    Eru þetta ekki einhverjir ofur kappar? Stíga létt til jarðar og fara hljóðlega um þykir mér! Engin myndasýning og ekki svo mikið sem orð um komu þeirra hér á netinu???

    Eða erum það bara við sem erum í útlegð sem ekki fylgjumst með?

    Annars góð áminning um að menn skrái leiðir. Jafnvel þó einhverjum kunni að finnast það lítt merkilegt að klifra FF þá er það leiðinlegt fyrir aðra klifrarar sem á eftir koma og velja sér kannski leið sérstaklega til að ná í FF að komast að því síðar að leiðin er ekki þeirra. [já ég veit, löng setning].
    Ég er amk einn þeirra sem vel frekar óförnu línuna en þá förnu við hliðana á og vill gjarnan að menn standi vel að skráningu svo ég hafi allar upplýsingar. Á móti er ég tilbúinn að gera slíkt hið sama [eða kannski meira viðeigandi að tala í þátíð hér].

    http://www.neilgresham.com
    http://www.ianparnell.com

    Fer einhverjum frekari sögum af ferðum þeirra félaga????

    Einn verulega spenntur!

    #52567
    2806763069
    Meðlimur

    Annars flottur leiðarvísir og frábært að einn af leiðandi klifrurunum í dag skuli líka gefa sér tíma í svona hluti.

    Enn og aftur stórt klapp á bakið fyrir Sigga!

    #52568
    Karl
    Participant

    Helgi Borg
    Það er ábyggilega þetta brölt ykkar Húnboga sem ég er með í kollinum og set sem athugasemd við C7
    Ertu viss um að þið hafið verið í lænunni hægramegin (norðan) við B7? Mér minnir að þið hafið verið í „Skítugu Leiðinni“ sem kölluð er C7! -Ísinn þar er alltaf dökkur…

    Kalli

    #52569
    0309673729
    Participant

    Karl
    Já viss um það. B8 er leiðin, bísna brött en hallar svo skyndilega undir flatt. Ég man að ég horfði á þráðbein kertin rétt sunnan við mig. C7 er miklu óákveðnari, byrjar bratt en linast síðan rólega út. Þar að auki sýnist mér B8 vera dekkri en C7. Spyrjum Húnboga.

    #52570
    Siggi Tommi
    Participant

    Þetta er snilld.
    Gott að fá þessar leiðréttingar kringum Glassúr, Limrusmiðinn, Bláan dag.
    Sumt af hinu er aðeins loðnara þannig að ég held því inni í bili.

    En Kalli, hvernig getur Stekkjastaur verið 120m ef þið voruð almennt að klifra með 50m spotta þarna í gamla daga (eða var þetta eftir að 60m urðu algengari)? Eða er sagan virkilega sönn um að þið hafið klippt ykkur úr í lokin og sólóað upp á brún?
    Annars taldist mér svo til að leiðin væri nær 100m þegar við fórum hana í fyrra en ég var svosem ekki með neina hávísindlega mælingu á þessu.

    #52571
    Karl
    Participant

    Við notuðum 60 metra línu og tókum 10-20 metra á hlaupandi tryggingum í fyrri spönn. Ef ég man rétt þá þurfti ég lítillega að elta Tomma á hlaupandi tryggingum í seinni spönn þar til hann náði að koma upp e-h tryggingu í skriðunni. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að komast af með einn stanz á þægilegum stað í leiðinn.i

    Ég get vel trúað því að leiðin sé ekki nema 100 metrar ef lykilkaflanum á brúninni er sleppt.

    #52572
    Siggi Tommi
    Participant

    Lykilkafli smykilkafli. Þú ert svo veruleikafirrtur Kalli.
    Við áttum nú ekki nema ca. 5m af WI3 klifri eftir upp í moldina þarna fyrir ofan þannig að ég get nú varla ímyndað mér að það hafi verið krúxið hjá ykkur búðingunum… :)

    #52573
    Karl
    Participant

    Þú verður bara að kaupa það Siggi, að á liðinni öld var leiðn tvær spannir og lykilkaflinn á toppnum var útbúnkaður ótraustur ís neðan skriðunnar…….

    Það væri áhugavert að fá nánari útskýringu á veruleikafirringunni?

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
  • You must be logged in to reply to this topic.