ísaxir

Home Umræður Umræður Keypt & selt ísaxir

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47188
    0412882649
    Meðlimur

    Halló. Mig vantar ísaxir. Klifuraxir, hamar og öxi. Ekki einhverjar hardkor klifuraxir, meira svona fjallamennsku axir sem bjóða uppá klifurmöguleika.

    jofurgi@gmail.com

    Takk

    #51848
    2806763069
    Meðlimur

    Það sem þú ert að biðja um er í rauninni ekki til, ekki frekar en að maður fær ekki skíði sem virka vel í að fara yfir Vatnajökul og til að fara í Bláfjöll.

    Fáðu þér frekar almennilegar klifuraxir. Ef þú ert að gera eitthvað sem krefst tveggja axa þá muntu einnig kunna að meta það að vera með góðar græjur.

    Líklega eru Simond Naja þær sem komast næst því sem þú ert að leita að, léttar og hægt að reka skaftið hindrunarlaust niður. Þær eru einnig mjög góðar ísklifuraxir, sérstaklega fyrir byrjendur og þá sem eru ekki mjög líkamlega sterkir.
    Þær voru einnig mjög vinsælar en þar sem er mjög erfitt að uppfæra þær í ólalausar axir þá er örugglega hægt að fá nokkur notuð eintök fyrir ekki svo geðveikislega mikinn pening.

    Það er einnig hægt að fá ódýrari útgáfur af öxum sem eru með föstu blaði, og/eða fastri hyrnu og hamri. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög mikill aðdáandi þessháttar tóla. Oftast er balance-inn lélegur (hausinn of léttur) og maður kemst einnig fljótlega að því að maður þarf að skipta út brotnum og skemmdum hlutum.

    Hvað Nöjurnar varðar þá er betra að hafa ekki losanlega fetilinn, Simond klúðraði bæði fetlinum og festingunum fyrir þær og þær eru auk þess mjög óþægilegar þegar maður heldur um hausinn á exinni í göngustellingu.
    BD framleiðir frábæran fetil sem festist

    Annar kostur, sem er mjög vanmetin af íslendingum, er að eiga eina góða gönguexi (langa) og eiga svo stutta (létta) klifurexi með hamri.
    Þetta nýtist náttúrulega ekki í alvöru ís en er frábært fyrir almenna fjallamennsku. Fyrir svona er betra að velja gönguexi sem er með örlítið brattara blaði en á “klassískum” öxum.
    Fyrir auðveldari ferðir og skíðaferðir tekur maður svo náttúrulega bara gönguexina með.

    kv.Ívar

    #51849
    2806763069
    Meðlimur

    Þetta átti að vera:
    BD framleiðir frábæra fetla sem hægt er að festa og losa með anniri hendi, man ekki hvað þeir heita.

    Góðar stundir á fjöllum!

    #51850

    Þessir fetlar frá BD heita Lockdown og eru nokkuð góðir. Örugglega hægt að kaupa þá á netinu.

    Svo eru til ágætis axir frá Grivel sem heita Alp wing og eru ekki ósvipaðar Simond Naja.

    Annars hef ég séð Naja í fetlalausri útgáfu. Minnir að hillujárn og teppateip hafi komið þar við sögu.

    kv. Ági

    #51851
    Robbi
    Participant

    Free your selfes…go leash less !

    Annars eru Easy-G fetlarnir fra grivel mjög góðir. Maður þarf brara að sleppa öxinni og draga hendina í burtu og þá er maður laus.
    Tek undir með Ága, mæli með Grivel Alp wing sem alhliða, en öll tól ættu að duga (nema fetlalausar axir með huges handfangi sem ekki er hægt að troða í gegnum hjarn og snjó)

    robbi.

    #51852
    0703784699
    Meðlimur

    Naja eru komnar í mjög góðri útgáfu af fetlalausum…..fylgjast með nýjasta dótinu Ívar….eða er danmörk alveg að fara með þig….kominn í barnastóla og kerrupælingar? Er það Emmaljunga, Autobaby, Quattro eða kannski Silver Cross?

    Grivel Air Tech Evo Slide…..góð alhliða…en einsog Ívar gat réttilega til um áðan að þá færðu ekki eitt tæki sem virkar í allt í klifri frekar en öðru. Frekar en góða hlaupaskó sem eru góðir gönguskór líka, sportbíl sem væri hægt að fara á fjöll osfrv…..

    En mæli með Simond Naja (http://www.simond.com/fiche-A%7CSIMOND%7C1042ANACON-020101010000.html ), svo velur þú bara fetilinn….en þessi sem Ívar var að vitna í, sem hægt er að losa virkar fínt en já það eru einhverjir gallar á honum en minni en plúsarnir einsog að geta fljótt og auðveldlega klippt sig úr.

    Síðan er það Petzl/CHarlet Moser ( http://en.petzl.com/petzl/SportFamille?Famille=4 ), værir góður með AZTAREX P eða AZTAR P eða QUARK

    Black Diamond eru með góðar græjur líka…. http://blackdiamondequipment.com/gear/ice_overview.php

    Svo er bara að biðja f. ís/frosti,

    Himmi

    #51853
    0703784699
    Meðlimur

    …þetta var sem sagt snagi úr Byko á 72 krónur stykkið (sem var beygður aðeins og rúnaður til), gott íþróttateip og svo dash af teppateipi úr IKEA (rúllan á 150 kr), þeas teppateipi sem er einsog sandpappír til að forðast að teppi renni á parketi.

    kv.Gimp

    #51854
    2806763069
    Meðlimur

    Thad er ekki ad spyrja ad thvi med markadsguruinn okkar, hann er vel ad ser i ollu drasli. Tho reyndar se liklega kvennfatnadur hans helsta sergrein.

    Nei, madur er svona meira ad skoda KidKomfortIII burdarstol og Burlay hjolavagna heldur en ad vera ad velta fyrir ser nyustu masokistatolunum a markadnum.

    Samt gaman ad heyra ad menn hafa skodanir a thessu!

    #51855
    0412882649
    Meðlimur

    Gaman að þessu! Það sem ég er að leita að er e-ð svona:

    http://cgi.ebay.com/SET-of-Black-Diamond-Cobra-Ice-Axes-Tools-Adze-Hammer_W0QQitemZ260180362792QQihZ016QQcategoryZ50814QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem#ebayphotohosting

    Þetta eru náttúrulega klifuraxir en samt ekki það beygðar að
    það sé ekki hægt að nota þær í fjallamennsku.
    Annars er ég frekar nýr í ísklifri og þakka frábærar ábendingar.
    Simond Naja lýtur vel út en ég hef ekki hugmynd um hvar er hægt að fá hana. Ætla mér samt að kíkja á basarinn á fimmtudaginn til þess að sjá hvað mannskapurinn hefur uppá að bjóða.

    takk kærlega fyrir ábendingarnar!

    kv. Jóhann

    #51856

    Hmmm, „ekkert harcore“… bara Cobra :)

    #51857
    0703784699
    Meðlimur

    http://www.cham3s.com
    http://www.backcountry.com
    http://www.telemark-pyrenees.com
    http://www.rei.com
    http://www.ems.com

    ofl….ekki býður Útilíf uppá annað en hlaupasokka og Speedo. Reyndar held ég að Everest sé að flytja inn Simond, gætir talað við Böbba þar.

    #51858
    Sissi
    Moderator

    Retro er kannski kominn með snjallt nýtt spakmæli þarna:

    „Ekkert hardcore – bara carbon“

    #51859
    0703784699
    Meðlimur

    ….já, mæli með Chariot ( http://www.chariotcarriers.com/ )

    Svo er gaman að koma því á framfæri að loksins er maður farinn að geta representað strákaföt líka, http://www.atikin.com , en maður hættir ekki að selja stelpuföt, skemmtilegur markhópur og svo versla þær líka miklu meira en strákar.

    kv.Himmi

    #51860
    2806763069
    Meðlimur

    Nú er ég svaðalega forvitinn. Ef BD Cobra er bara svona melló græja til að fara með út í búð þegar það er hálka. Hvað ætti maður þá að fá sér til að klifra Þilið?

    Og takk Himmi, held samt að þessi sé aðeins og Hardcore fyrir SófaCore!

14 umræða - 1 til 14 (af 14)
  • You must be logged in to reply to this topic.