Hressandi á rigningardegi

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hressandi á rigningardegi

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45021

    Á degi eins og þessum þegar rignir, klettaklifursísonið er búið, ísklifursísonið ekki almennilega byrjað og maður nennir varla að vinna, þá er ekki slæmt að hressa sig við með því að rifja upp gömul ævintýr.

    Er með eitt albúm sem sem ég hef ekki gert opinbert áður og enginn séð nema þeir sem tengjast viðkomandi ferð. Opinbera það hér með.

    Þetta er síðan 2007 þegar við skelltum okkur til Siurana allgóður hópur, þá öll yngri og ferskari: Ég, Skabbi, Gulli, Robbi, Siggi Tommi, Sædís og Björk.

    Ferðin var epísk og margs að minnast. Byrjuðum sem sagt í Siurana. Það var planið að vera þar allan tíman en við flúðum til El Chorro eftir að veðrið varð alveg snarruglað í Katalóníu. Fyrst snjóaði á okkur en síðar kom úrhelli sem sá ekki fyrir endann á.

    Þarna eru t.d. myndir frá því að Robbi fer Anabolica (8a), frá heljardjammi með öllu tilheyrandi og síðast en ekki síst Cohiba vindlum sem ég hafði komið með skömmu áður frá Kúbu. Meira klifur í El Chorro, kóngsvegurinn (El Camino Del Rey) ofl. ofl.

    Minningar, minningar…

    Vara ykkur við, þetta er langt og strangt: Siurana / El Chorro 2007

    #57933
    2802693959
    Meðlimur

    Hressandi flottar myndir eins og þér einum er lagið.

    #57934
    0111823999
    Meðlimur

    Flott fólk – flottar myndir og flott landslag!

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.