Fyrsta ísklifur vetrarins

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fyrsta ísklifur vetrarins

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47469
    Skabbi
    Participant

    Við Bjöggi og Viðar kíktum í Múlafjall í blíðunni í morgun. Hálka með köflum, fátt um fína drætti en unaðslega gaman samt. Múlafjall þarf nokkra góða daga í viðbót. Oríon er orðinn vel sýnilegur og Þilið líka.

    P1010921-edit.jpg

    Allt að gerast!

    Fleiri myndir hér.

    #55705

    Vel gert piltar!

    #55707
    Smári
    Participant

    var einmitt að spá hvort ekki væri eitthvað farið að gerast einhverstaðar. Glæsilegt.

    Smári

    #55708
    Freyr Ingi
    Participant

    Tryggvi Stefánss. og ég vorum einnig á ferðinni síðastliðinn sunnudag (annan dag vetrar).
    Keyrðum undir Múlafjalli og með fyrsta könnunarteymið á símalínunni og sjónauka í andlitinu ákváðum við að freista gæfunnar frekar í Kjósinni en Hvalfirði.

    Ísfossinn Spori liggur í um 250 metra hæð yfir sjó, vísar í norður og töluvert lengra inn til landsins en Múlafjallið. Þar fundum við ís…. en ekki sérlega mikið af honum, eða allavega var hann ekki alveg í stuði fyrir ísskrúfur hvar sem er. Í þetta skiptið fóru einungis 4 skúfur í leiðina sem bæði dúaði pínu og var vel blaut að aftan.

    Gaman að sjá hvernig veðrið fer með allann þennann uppsafnaða klaka.

    Freysi

    #55709
    2808714359
    Meðlimur

    Ég og Finni skelltum okkur í huggulegt alpaklifur á miðvikudaginn síðasta. Bröltum upp norðurhliðina á Kerlingu. Völdum rennu sem skilaði okkur frá hryggnum og endaði rétt vestan við vörðuna.

    Klifrið byrjaði einhversstaðar í 1367m. og endaði í 1540m. hæð og þurftum við að byrja á að klifra ofan í sprunguna sem er á milli Lambárjökulsins og Kerlingarinnar til að koamast að fjallinu.

    Fyrsta spönnin var nokkuð hressandi, að klifra yfir sprunguna og upp klettinn hinumeginn. Svo tók við hliðrun í rennuna sem við ætluðum upp og smá snjó/ís blanda. Í þessarri spönn notuðum við flestar tegundir af tryggingatólum, vin, hnetur, slinga, fleiga og ísskrúfu. Næstu tvær-þrjár spannir fríklifruðum við þar sem hallinn var minni og töluvert af snjó.

    Það er helvíti löng aðkoma að þessarri klifurleið og get ég ekki sagt að ég muni leggja oft leið mína þarna upp til að klifra. En þar sem kvikindið blasir við úr stofuglugganum heima urðum við bara að skella okkur. n.jpg

    #55710
    2103844569
    Meðlimur

    Freakin’ sweet to see it’s already possible to climb some wet ice (for a bit)
    I’ll be in Klifurhusid this eve and was wondering if I can use my axes there…
    Anybody up for some drytooling from around 7ish today?
    Grtz!
    Marianne

    #55732
    0808794749
    Meðlimur

    Hæhó

    Eitthvað að frétta af aðstæðum í dag???

    #55737
    Skabbi
    Participant

    Klifurveður var fallegt um helgina, hverjir fóru út að leika?

    Skabbi – sem sat heima

    #55738
    Freyr Ingi
    Participant

    Margmennt var í Spora í gær. Þar áttu stefnumót sex klifurmenn.
    Styrmir, Arner Felix, Atli Páls, Heiða, Sveinborg og ég áttum þar góða stund.

    Þegar ég var þar fyrir viku síðan hafði ég á orði að það væri nú sniðugt að hafa sigakkeri við þennan vinsæla stað og mætti því vopnaður borvél í þetta skiptið.

    Leiðin skartar því tveimur boltum núna, einum efst og öðrum á millistallinum.

    Sveinborg tók myndir.

    Frétti svo af öðru gengi í Brynjudal. Þau voru í einhverju mixi.. eða þurrtólun.

    Ljósmynda-Gummarnir voru báðir með í för og því ættu að vera til myndir af því einhversstaðar á alnetinu.

    Freysi

    #55739
    Freyr Ingi
    Participant

    Já og bæ ðe vei, flott klifur á Kerlinguna hjá ykkur Jón norðan Heiðar og Finni.
    Hafa norðanmenn verið að brölta þarna áður?
    Er þetta frumferð?

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.