Everest… eða hvað?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Everest… eða hvað?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45505
    0310783509
    Meðlimur

    Fyrir þá sem ætla á Everest þá er þetta eitthvað til að spá í sambandi við þjálfun og skipulagningu…

    http://www.mary-woodbridge.co.uk/

    Einar

    #50224
    0311783479
    Meðlimur

    Ert þú á leiðinni Einar?

    -halli

    #50225
    1709703309
    Meðlimur

    Í fyrstu hugsaði ég mér hvaða rugl er Einar búinn að senda okkur núna.

    En í þetta skipti kíkti ég á þetta og varð ekki fyrir vonbrigðum, þvílík snilld.

    Ég gef samt hundinum mitt atkvæði á að komast á toppinn þrátt fyrir strembnar æfingar hennar Mary.

    Kv.
    Stebbi

    #50226
    Páll Sveinsson
    Participant

    Hver leggur vinnu í svona síðu fyrir annað eins rugl.

    Hvorki hundurinn né Mary mun nokkurtíman komast út fyrir UK.

    Ef þetta á að vera brandari þá er ég ekki að skilja hann.
    Þetta er kannski bara auglýsing. Ef svo þá er hún góð.

    kv.
    Palli.

    #50227
    Anonymous
    Inactive

    Horfið bara á ameríska idolið og þar sjáið þið fólk sem er jafn öruggt í sjálfsblekkingu og þessi mæta kona. Ef þetta verður til að halda henni við efnið þá er alveg vel þess virði að láta hana rempast við þetta. Eftir svolítinn tíma hefur hún ekki hugmynd um það af hverjur hún var af þessu. Mér finnst bara gaman að sjá svona af og til.
    Olli

    #50228
    Sissi
    Moderator

    Nú er spurning hver ætlar að búa til Polli.is (Palli&Olli).

    Stefnan er sett á Nepal. Palli ætlar að bolta Everest án súrefnis á föðurlandinu, og slá hraðamet í boltaíþróttum í leiðinni. Hann hefur haft samband við Rocky Balbóa (ísl. Steini Pepp) og fengið boltabyssuna hans að láni.

    Olli ætlar bara að ganga Everesthringinn, 200 km hringur sem hann er búinn að spotta út með helstu tindum í nágrenninu.

    „Ég nenni ekki þarna aftur, best að afgreiða þessa 8000 metra tinda í einum rygg og nýta aðlögunina. Svo er ég líka búinn með Nanoq hringinn,“ segir Olli. Hann mun bara drekka íste á leiðinni og taka með sér tvö pör af gúmmískóm til öryggis.

    Báðir munu þeir að sjálfsögðu klæðast þjóðlegum lopapeysum og nærast á hákarli, vel kæstum. Við óskum þeim félögum góðs gengis, en þeir hafa þegar hlotið styrk frá Landbúnaðarráðuneytinu, Ömmu flatkökum og Sægreifanum.

    Kveðja,
    Sissi

    #50229
    Páll Sveinsson
    Participant

    Sem betur fer er ekki öll vitleisan eins.

    http://www.polli.com/

    kv.
    Palli

    #50230
    Anonymous
    Inactive

    Sissi takk fyrir algerlega frábæra úttekt, ég get fullyrt að tárin runnu niður kinnar mínar af hlátri.
    Ég sé að einhver er búinn að stela polli.com síðunni, við Palli munum stefna af því að fara með lögfræðing í málið og sækja það af fullum þunga.
    klifurkveðjur Olli

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.