- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
7. apríl, 2006 at 14:19 #44802
0311783479MeðlimurVið Skabbi fórum í skemmtilegt bröllt í Esjunni. Þetta er nokkuð áberandi hryggur sem ég held að heiti Rauðhólshryggur, þó ekki viss. Allavegana þá hafði Andri prísað hann mikið og farið nokkrum sinnum og stóðst þetta fyllilega sem skemmtileg bröllt leið á borgarfjallið.
Leiðinda skari tafði aðkomu, en klifrið/bröltið var hið skemmtilegasta snjór,mosi/jarðvegur(e. turf) og klettar skiptust á, höftin á bilinu 2-4m. Líklegast 300m í heildina (þe. þaðan sem við brodduðumst) í Skotlandi væri þetta skosk II, íslenska gráðan er líklega „skemmtilegt bröllt“ ;o). Blindbylur síðustu metrana sem og á toppnum þ.a. ekki sást mikið.
Frábært að komast í slíkt ævintýri í höfuðborginni.
Einhverjar myndir:
http://gallery.askur.org/album520Mæli með þessari leið á Þverfellshorn!
Cheerio
Halli7. apríl, 2006 at 14:44 #50447
0309673729ParticipantGaman af svona brölti, alltof lítið gert af því.
Þarf að bregða upp línu á þessari leið eða er þetta free climbing all the way?
kveðja
Helgi Borg7. apríl, 2006 at 15:36 #50448
0311783479MeðlimurÞað er vel hægt að sneiða hjá stærstu höftunum og finna leiðir sem líklegast flestir eru öryggir á að klifra línulausir.
Við Skabbi „stutt-reipuðum“ okkur ca. síðustu 75m., það var orðið svo leiðinlegt veður að engar myndir voru teknar af þeim hluta.Sammála þér Helgi með að maður gerir allt of lítið af þessu.
kv.
Halli -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.