Bakpokar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Bakpokar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47605

    Það er komið að því hjá mér að fara fá mér nýjan bakpoka. Er þá að tala um minni poka, þ.e. svona 35-40 L fyrir ísklifrið og það allt. Það er úr endalaust mörgu að velja og þessir pokar sem í boði eru með mismikið af fídusum og öðru gimmikki.

    Langar að tékka hvort fólk nenni aðeins að tjá sig um mismunandi gerðir af bakpokum sem það hefur reynslu af, tilgreina helstu kosti og galla og helst rökstyðja það aðeins.

    Gæti trúað að svona pælingar gætu verið mörgum gagnlegar því ég efast um að ég sé sá eini sem þarf að fara fá mér bakpoka í bráð. Það er ekki eins og maður kaupi bara eitthvað og prófi, Þetta er allt rándýrt í dag og því um að gera að vanda valið.

    Já og ekki væri verra ef menn hefðu góð tipps um hvar er best að versla viðkomandi poka.

    Hils…

    #54513
    2806763069
    Meðlimur

    Kemur kannski ekki á óvart en ég er sáttur við Rock-Snake pokann minn, þennan rauða! Reyndar kom hann mér á óvart sem ótrúlega góður í að bera skíði – þó að skíða ólarnar séu nú eiginlega bara svona auka dót á honum að því virðist. Rak augun í einn svoleiðis í Fjallakofanum um daginn.

    Skíðafestingar eru að sjálfsögðu það mikilvægasta fyrir þig, enda fljótlega með tvennskonar pör af skíðum og split-board :)

    Annars eru bakpokar ótrúlega flókin kaup, það er alltaf eitthvað sem er of mikið eða vantar – held, eftir alla mína poka, að maður verði bara á endanum að sætta sig við það.

    kv. Softarinn

    #54516
    2808714359
    Meðlimur

    Sælinú félagar, ég fór í gegnum þessar pælingar síðasliðið vor og möguleikarnir eru endalausir. Ég hef átt helling af bakpokum en í raun alltaf frekar ódýra poka sem hafa ekki verið sérlega góðir. Í vor ákvað ég að láta verða af því að kaupa mér góðan poka fyrir ísklifrið en vildi auðviðtað að hann mundi duga fyrir allt hitt.

    Ég vildi fá poka sem væri gott að bera, hefði pláss fyrir ísklifurdótið, hefði skíða og brettafestingar, festingar fyrir ísaxir og brodda, útbúinn fyrir vatnspoka og með græjulykkjur á mittisól. Ég vildi líka að hægt væri að opna pokann á hliðinni eða einhverstaðar þannig að maður þurfi ekki alltaf að grafa eftir dótinu sem vantar.

    Ég endaði á Dauter Guide 45. Þessi poki er með allt sem ég vildi, það er að vísu ekki uppgefið að hann sé með brettafestingar en broddafestingarnar eru mjög góðar fyrir brettið. Ísaxafestingarnar eru frábærar, axirnar dingla ekki á pokanum. Ég get ráðið hvort pokinn er einna eða tveggja hólfa.

    Þetta er langbesti poki sem ég hef borið. Ég er búinn að ganga fullt af stuttum ferðum með hann en ég hef líka farið í 18klst ferð á Hrútfellstinda, 21klst Glerárdalshring og 11klst ferð kringum Öskju án þess að finna fyrir særindum eða þreytu af pokanum.

    Það hefði verið gott að hafa netvasa einhverstaðar utan á bakpokanum fyrir blauta vettlinga og svoleiðis.

    Ég keypti pokann í vor í Útilíf á uþb. 24000 kall en veit ekki hvað hefur gerst síðan.

    Annars er fínt að kíkja á http://www.Spadout.com til að finna ódýrasta gírinn. Þeir leita að ódýrustu vörunum hjá útivistaverslununum í Bandaríkjunum.

    kv
    Jón H

    #54517
    1108755689
    Meðlimur

    Sælir

    Þar sem ég hef verið að nota ruslapoka sem bakpoka hef ég verið í svipuðum pælingum. Tek það fram að ég hef enga reynslu af þessum pokum. Þeir bara eitthvað svo litríkir og fallegir ;)

    Mér hefur litist ágætlega á Millet Peuterey, en þeir fást í 30-50 lítra stærðum.
    http://www.millet.fr/catalogue/peuterey-limited-p-877.html?typo_prod=1:int&temp=1&cPath=1_5_22

    Eins hefur þessi freistað:
    http://www.ospreypacks.com/Packs/VariantSeries/Variant37/

    Svo gæti þessi komið til greina:
    http://www.helsport.no/helsport/productgroup.aspx?t=x-trem&containerid=23213&parentid=23186&entrypage=true&guid=1&lnodeid=3&pageid=5005

    Bara til að segja eitthvað.
    B

    #54518
    gulli
    Participant

    Sælir …

    Maður verður auðvitað að eiga amk 4 bakpoka til að geta gert hlutina almennilega :) … einn fyrir allt gengur auðvitað ekki upp.

    Ég er að nota svona:
    http://www.travelcountry.com/shop/north-face/expedition-technical-backpacks/north-face-spire-38-back

    38 lítra, Siggi Tópó sagði að það væri of lítið og ég myndi sjá eftir því en það er kjaftæði, fín stærð nema ef maður tekur myndavélina með og vill troða henni í pokann.

    Hann er léttur, góðar axarfestingar (blöðin renna inn í pokann), hækkanlegt topphólf sem hægt er að taka af setja í pokann þegar allur gírinn er farinn úr og poki fyrir vatn.

    Eina sem ég vildi bæta við hann væru stærri smellur (erfitt að eiga við litlar þegar manni er skítkalt) og broddafesting utan á. Kannski hægt að vera með betra bak system svo maður svitni minna.

    Það er alltaf gaman að pæla í þyngd, Gadd segir að allt yfir 3 lbs. fyrir ísklifur sé algert bull. Tékkaðu á þessu:
    http://www.prolitegear.com/site/xdpy/ssg/Backpacks/Packs:%20Med.%20Volume.html

    #54520
    Freyr Ingi
    Participant

    Hæ,

    ég hef verið að nota poka frá Black Diamond sem heitir „speed“

    http://www.blackdiamondequipment.com/en-us/shop…ntain/packs/speed-30

    Ef þú skoðar hann sérðu að það er ekkert auka sjitt á honum, bara það sem þú þarft.
    Hliðar strappar fyrir skíði eða hvað sem þú þarft að strappa á hliðarnar.

    30 lítrar eru alveg nóg fyrir mig, línan fer utan á pokann og ef þú ert með mikið nesti eða stórann rakk fer hjálmurinn á hausinn… ekkert vandamál!
    Kemur að vísu líka í 40 lítra útgáfu en ég veit ekkert um það.

    Þessi elska vigtar frá framleiðanda 1.05 kg, eftir smá modífix þá vigtar minn 908 gr.

    #54521
    2006753399
    Meðlimur

    Sammála Freysa, BD speed 40 er góður poki, vigtar ekkert (og endingin reyndar eftir því). Það er líka til sterkari útgáfa af sama poka, held hann heiti predator.

    Talandi um bakpoka, ég var að fá vatnasheldan arc-teryx Naos70 sem er flottasti og athyglisverðasti poki sem ég hef átt, hef ekki séð svoleiðis poka hér heima áður og vona að einhver fari að flytja þessa snilld inn því þessi poki er gerður fyrir íslenskar aðstæður.

    kv
    -Róbert

    #54522
    Skabbi
    Participant

    Guðlaugur Ingi Guðlaugsson mælti:

    Quote:
    … einn fyrir allt gengur auðvitað ekki upp.

    Amen!

    Síðast þegar ég keypti ísklifurpoka lagði ég af stað með hugmyndir um 30-35 lítra en endaði í BD Predator 55L. Ástæðan? Ég varð gráðurgur, hélt að ég gæti fengið einn poka sem væri góður í ísklifrið, fjallabröltið, lengri og skemmri vetrarferðir… Niðurstaðan? Poki sem er of stór fyrir ísklifur, allavega fyrir titt eins og mig. Það er reyndar mjög þægilegt að ganga með hann og pakka í hann en þegar klifrið er orðið bratt er hann bara óþægilegur, liggur hátt og rekst í hjálminn.

    Atriði sem ég myndi hafa í huga fyrir ísklifurpoka:

    – góðar axafestingar
    – system til að festa brodda
    – vasi fyrir vatnsblöðru getur komið sér vel („hydration is key!“)
    – lok sem hægt er að taka af
    – grönn mittisól
    – ekki stærri en 40L og léttur eftir því
    – krúsjalt að hann liggi ekki of hátt og hindri hreyfingar höfuðsins

    Ef ég hefði efni á að fá mér nýjan poka myndi ég skoða þessa poka mjög vel.

    Allez!

    Skabbi

    #54524
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Ég er mjög hrifin í Osprey Variant pokunum, finnst þeir ágætir no-nonsense pokar.

    #54525
    2109803509
    Meðlimur

    Verð að taka undir með Róbert, Arc´teryx Naos 70 er snilldarbakpoki!! Kannski ekki ísklifurpoki en var einmitt með svona poka í frumraun um síðustu helgi í þvílíku vatnsveðri. Allt skraufaþurrt hjá mér og pokinn viktar aðeins um 2kg :)

    #54526
    Siggi Tommi
    Participant

    Leitaði lengi en þessum létta snilldar klifurpoka sem væri samt „nógu stór“. Þyngdin var samt aðal fítusinn sem ég vildi leggja áherslu á.
    Endaði á BD Jackal, 42L held ég að hann sé.
    1,3kg og nógu stór fyrir næstum allt (jafnvel myndavél Gollum :), lítið af fítusum en samt skíðastrappar og topphólf.
    Nógu þægilegur fyrir milliþyngdir en strípaðar og því ekki góður fyrir lengri og þyngri túra (enda ekki hannaður í það).
    Eini gallinn sem ég veit um er að topphólfið er fast. Hefði verið næs að geta hækkað og lækkað það, helst geta tekið það alveg.
    Get hiklaust mælt með honum. Frábær í ísklifur.

    #54527
    Sissi
    Moderator

    Sammála strákunum, alls ekki reyna að kaupa fyrir fleiri en eitt sport. Kaupa fyrir það mikilvægasta/tæknilegasta (ísklifur) og sættu þig við að hann sé ekki perfect í restina. Eða kauptu marga poka. Ég nota mest 4 poka og enginn þeirra er fullkominn:

    1) BD Predator 55L
    Keypti þennan fyrir háfjallaferð og fattaði að hann var of lítill áður en ég fór frá klakanum. Nota hann í ísklifur. Kostir og gallar hafa komið fram hér að ofan, frábær poki, nokk léttur og einfaldur og allir fídusar sem þarf. Of stór, litlar smellur. BD rúla eiginlega.

    2) Lowe Alpin 40L
    Við Freysi keyptum báðir svona poka í Cham í byrjun aldarinnar. Hef notað hann fáránlega mikið, þægilegur og sniðugur poki. Notast nokkurra daga trek á sumrin, almenna fjallamennsku, útköll ofl. Aðeins meira djúsí ólar en á BD, broddapoki sem má nota fyrir allan fjandann, mjög einfaldur, ber skíði, bretti og allt slíkt mjög vel.

    3) Arcteryx Acrux ca 75L
    Fáránlega minimal og léttur, eiginlega risastór kajakpoki eins og hjá RÞ og BA. Arcteryx dót er ógeðslega töff, vandað og minimal. Átti að vera Pak pokinn minn en barst ekki í tæka tíð (hann hefur samt farið til Lahore og Islamabad án þess að hitta mig. Notast lítið því hann er bara of stór í nánast allt. (Skabbi var ekkert að minnast á 100L pokann sem hann á síðan hann var Norðmaður ;)

    4) Burton ca 15L
    Þetta er besti bakpokinn minn. Hann er örugglega 15 ára gamall og ég er búinn að misnota þennan poka í brettaferðir, hjólaferðir, fjallgöngur og allan fjandann. Ótrúlegt að hann hangir saman og sést lítið á honum. Burton eru alveg meðidda þegar kemur að léttum sportpokum.

    Enginn þessara poka er það sem þú ert að leita eftir. Hlutir sem mér finnst mikilvægir eru:

    -Léttur og ekki bulky
    -ca. 35-40L sjálfsagt optimal í ísklifur
    -hækkanlegt og fjarlægjanlegt topphólf!
    -axar og broddafestingar (BD snilld)
    -minimal, enga stupid aukafídusa og rennilása og hólf og kjaftæði

    Hils,
    Sissi

    #54528
    0111823999
    Meðlimur

    Tek undir með síðasta ræðumanni um Deuter. Held að það sé hiklaust hægt að mæta með Guide pokunum frá þeim. Elska minn allavega og alveg ótrúlegt hvað þessi + munar miklu í rúmmáli. Örugglega hægt að gera ráð fyrir auka 5-10L.

    http://www.deuter.com/en/products/542.php

    Good luck

    #54529
    Skabbi
    Participant

    Sissi skrifaði:

    Quote:
    (Skabbi var ekkert að minnast á 100L pokann sem hann á síðan hann var Norðmaður ;)

    110L, svo það sé á hreinu. Þetta er minni gerðin, sú stærri er 130L. Ætluð til að bera sundurhlutaða elgi og sauðnaut ofanúr fjöllum til byggða.

    Hvað var ég að spá?

    Skabbi

    #54532
    2808714359
    Meðlimur

    ég sé ekki tilganginn í að sundurhluta sauðnautið, það kemst í heilu lagi í poka af þessarri stærðargráðu

    #55174
    1108755689
    Meðlimur

    Hæ….langar aðeins að dusta rykið af þessari umræðu.

    Er nebblega að spá í að blæða í nýjann bakpoka fyrir ísklifurfestivalið. Maður er svo kjánalegur með ruslapokann.

    Hefur einhver hér reynslu af þessum poka?
    http://fjallakofinn.is/?webID=1&p=23&item=636

    Er 30 l of lítið fyrir ísklifrið og styttri alpaleiðir?

    Ræðið!
    Bragi

    #55175

    Ég var að fá mér 45L RockSnake poka frá Fjallakofanum (er líka til í 35L útgáfu). Fékk mér hann af því að ég hef heyrt vel af honum látið og svo er hann í áberandi litum sem er ekki verra. Svona ef þú vilt hafa úr fleiru að velja.

    En ég þekki ekkert pokann sem þú nefnir hér.

    #55176
    Steinar Sig.
    Meðlimur

    Keypti þennan RockSnake poka á síðasta búnaðarbasar: [url=http://http://fjallakofinn.is/?webID=1&p=23&item=352]Fjallakofinn: Rock Snake[/url]

    Hann er fisléttur, ber ágæta þyngd og það er auðvelt að taka mittisólina af. Það er hægt að renna niður eftir endilöngum pokanum til þess að opna hann, stundum praktískt, en nota það lítið. Þessi poki er samt ekki lífstíðareign. Hann slitnar hratt og hvassir hlutir stinga gat á hann eins og ekkert sé. Ég skil ekki alveg ísaxarfestingarnar, ég gat ómögulega sett par á hann með orginal ólunum, en lítið mál að bæta úr því.

    Skemmtilega litríkur fyrir fjallaljósmyndir.

    #55181

    Ég held að 30 lítrar sé almennt of lítið fyrir ísklifur og fjallamennsku. Keypti mér fyrir ári 35 lítra Mammut poka og hann hefur dugað ágætlega fyrir sumarferðir og stöku ísklifurferðir, það fer eiginlega eftir hvort ég tek dúnúlpuna með eður ei.

    45 lítra er mjög góð stærð fyrir bakpoka held ég. Ekki of stór fyrir sumarið og ekki of lítill fyrir vetrarferðir. Miðað við það sem ég hef séð og heyrt myndi ég segja að Deuter Guide sé einn af betri pokunum sem fást út úr búð á skerinu í dag. Þeir sem hann eiga láta vel af er virðist vera sterkur og vel hannaður.

    kv. Ági

19 umræða - 1 til 19 (af 19)
  • You must be logged in to reply to this topic.