Allt að gerast í klifrinu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Allt að gerast í klifrinu

  • Höfundur
    Svör
  • #61072
    Sissi
    Moderator

    Nú berast þau tíðindi að vestan að miklir spaðar hafi verið að skila sér á Ísafjörð eftir viku víking í Hornbjarg eða nágrenni. Bíðum spennt eftir nánari fregnum af því. Þeir Yann Borgnet , Philippe Batoux, Aymeric Clouet and Lionel Dodet. Koma svo ROK 😉

    Nú berast þau tíðindi að austan að ungstirnið og faðir hans hafi loksins tikkað eitt stærsta ókláraða verkefni íslensks alpinisma.

    Nú berast engin tíðindi af því að Albert og Benedikt leika lausum hala á Austurlandi og voru með sitthvað í sigtinu þar.

    Það verður spennandi að heyra meira af þessu öllu og sjá myndir, þarna eru hlutir sem menn eru búnir að horfa á, og jafnvel spóla í, árum og áratugum saman.

    #61074
    Siggi Tommi
    Participant

    Við heimalingarnir búum víst líka stundum til fréttir svo það þarf ekki alltaf erlenda farandklifrara til að gera eitthvað nýtt og ferskt. 🙂

    Við Robbi klifruðum alltént austurvegginn á Búlandstindi (1069m) við Berufjörð í gær.
    Okkur vitanlega er þetta frumferðin upp vegginn en vitað er um eitt teymi sem fór ca. hálfa leið upp fyrir 6 árum en óvíst hvort aðrir hafi reynt fyrr eða síðar.

    A-veggurinn rís nánast beint úr sæ og býður því upp á einn af hæstu (samfelldu) fjallaveggjum landsins.
    Það eru þrjár megin-línur upp vegginn og fórum við miðjulínuna.
    Annars kemur nánari ferðasaga og skráning á næstu dögum.

    #61089
    Sissi
    Moderator

    Matteo og Bjöggi klifruðu nýja línu í Fellsfossi í Eyjafjallajökli í dag. Pillar og fínerí. Verður spennandi að sjá skráningu á henni.

    Í öðrum fréttum er víst turninn í fínum aðstæðum.

    #61094
    Sissi
    Moderator

    Albert og Benedikt voru víst á ferðinni í nágrenni Bröttubrekku í dag. Lítill fugl segir WI7.

    Turninn var frábær í dag, systemið á vatninu er orðið mjög flott, lýsingin þrusu virkar og allt til fyrirmyndar. Mynd frá Ága fyrir aukastig

    Turninn í Gufunesi

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.