Æfingaraðstæður í Rvk til íslifurs

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Æfingaraðstæður í Rvk til íslifurs

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47107
    Gummi St
    Participant

    Eftir vinnu getur verið gott að skella sér í smá æfingaklifur til að undirbúa komandi vetarhelgar, hér eru fjórir möguleikar innanbæjar:

    Klifurhúsið á miðvikudagskvöldum, sagan segir að brúka megi axir í veggnum þegar tekur að róast uppúr kl. 21 á veturna þar sem hægt er að æfa „ice-bouldering“ með að húkka milli festa. Munið að vera með vettlinga og hjálma þrátt fyrir að vera inni! Palli setti upp margar skemmtilegar leiðir þarna í haust.

    Ísfossinn við Krepputorg, þarna eru breið ísþil, þó ekki nema 5-7m há en bjóða uppá nokkra möguleika, allt frá þykkum ís alveg niður í smá skánir sem hægt er að nota, fer þó eftir aðstæðum. Sumir hafa tekið á það ráð að tryggja í ljósastaura eða vegrið á vesturlandsvegi en það er smá spölur frá brúninni og uppað vegi en einnig er hægt að búa til akkeri í ísinn fyrir ofan brúnina þegar hann er nógu þykkur. Kostir við þennan stað er fjölbreytileiki og lýsingin frá bílastæðinu en ókostur hversu lár hann er.

    Klifurturninn við Gufunes, ÍTR og Ísalp standa fyrir honum og er hinn fínasti æfingaveggur, 13m hár ef ég man rétt. Hann er því miður íslaus sem stendur en ég er að vonast til að ná að koma rennsli á hann á morgun þar sem frostið á að dafna um stund þar sem frosið var í leiðslunni. Kostirnir við þennan vegg eru að flott toppakkeri eru þarna og hann er skemmtilega stífur, þaraðsegja 90° alla leið.
    ÍTR menn á staðnum eru mjög almennilegir og hafa gefið leyfi fyrir því að við setjum upp dry-tool leið í honum til að nota þegar íslaust er, við byrjuðum aðeins á því og tókum niður klettahöldurnar og settum nokkra harðplastkubba og augu í þeirra stað. Þetta þarf hinsvegar að halda áfram með til að hægt sé að nota það.

    Ráðhús Reykjavíkur, ég hef einusinni klifrað fossavegginn bakatil á Ráðhúsinu. Þetta þarf að gerast í duglegu frosti þar sem mikið rennsli er þarna og tjörn fyrir neðan. Sá veggur er mjög lár (uþb. 3m) en samt gaman að hafa klifrað Ráðhúsið. Athugið að gera viðvart við ykkur fyrst og fá leyfi, miðað við stöðuna í þjóðfélaginu í dag mætti búast við vopnuðum sérsveitarmönnum sæust menn berjandi húsið alvopnaðir öxum :)

    Ef þið lumið á fleiri stöðum sem eru örugglega til, endilega sendið hingað inn og gerum þetta virkara.

    Klifur í Gufunesi:
    GufunesKlifur.jpg

    Mbkv,
    Gummi St.

    #56175
    Gummi St
    Participant

    Þess má geta að ég fór í kvöld eftir vinnu á Torgið og þar eru fínar aðstæður, bæði þykkur og þunnur mjúkís/jólaís í boði og hægt að tryggja í ís ofaná brún.

    #56176

    Ég klifraði á Korputorginu í gærkvöldi og á sunnudagskvöld. Lítið mál að setja upp akkeri í ísinn uppi núna með jafnvel 16 cm löngum skrúfum. Þetta voru fínar æfingar bæði skiptin og fín lausn sem kvöldklifur.

    Kveðja,
    Arnar

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.