Aðstæður

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46854
    2906883379
    Meðlimur

    Sæl og blessuð

    Veit einhver hvernig aðstæður eru í Vesturbrúnunum og Búhömrunum? Eða bara svona yfir höfuð hérna í kring um höfuðstaðinn?

    kv. Daði Snær

    #53868
    2806763069
    Meðlimur

    Ók fram hjá á mánudag og sá ekki bettur en að það væri ís í tvíbba gilinu. Öðru tók ég ekki eftir sem bendir til að það hafi ekki verið ís þar þá.

    Annars ætti varla að vera neitt mál að finna klifranlegan ís núna, það er jú vetur!

    Góða skemmtun!

    kv.
    Softarinn

    P.s. Það var hvít lína upp Anabasis, ekki ólíklegt að hægt væri að eiga góðan dag þar. Reyndi einnig að horfa upp í NV-Veggin á Skessuhorninu en gat ekki ákveðið hvort ég væri að horfa á snjó eða ís þar (það snjóaði töluvert nóttina áður).

    #53869
    2806763069
    Meðlimur

    Tékkaði á Tvíbbagili í dag ásamt Viðari. Mikill ís yfir Himinn og haf. Einnig yfir Ólympíska sem við þó klifruðum. Einginn ís í þeim hlíðum sem snúa út úr gilinu. Ísinn annars orðinn nokkuð sólbakaður, en hverjum er ekki sama ef allar tryggingar eru boltar!

    Kv.
    Hardcore

    #53870
    2806763069
    Meðlimur

    Greinilega eini maðurinn sem enn er að klifra, ásamt Viðari auðvitað.

    Við Viðar fórum semsagt í Anabasis í dag. Líklega eru aðstæður fínar en þessi leið verður að teljast með þeim mest uppskúfuðu sem ég hef farið. Hefði reyndar átt að vita það enda ekki í fyrsta skipti sem ég fer téða leið, en alveg örugglega það síðasta.

    Anabasis fær eina stjörnu, og það er bara af því að skalinn nær ekki neðar!

    Kv.
    Hardcore

    #53871
    Gummi St
    Participant

    við fórum í glymsgil á lau. þar var mjög þunnar aðstæður og komumst við ekki inn gilið, fórum bara krók sem var alveg klifranlegur en ekki feitur… múlinn leit hinsvegar vel út..

    kv. Gummi St.

    #53872
    2210803279
    Meðlimur

    Fórum tveir í Spora á sunnudag í góðum aðstæðum, logn og næs þangað til maður var kominn uppfyrir brúnina.

    kv. Stefán Þ.

    #53873
    Freyr Ingi
    Participant

    Var á Snæfellsnesi um helgina og þar eru löðrandi aðstæður!!

    SÆLL!!

    Freysi

    #53874

    Hvar varstu á Snæfellsnesi Freysi? Varstu bara að góna eða klifraðir þú eitthvað? Var að frétta frá amatör að það væri mikið af ís en væri fínt að fá það staðfest.

    #53875

    Skrapp í Gilligil(Gilið ofan við bæin Gil á Kjalarnesi) með einn nýgræðing í sportinu. 35 m/s í hviðum á Kjalarnesi bauð ekki upp á nein afrek i Búhömrum. Ágætis aðstæður í gilinu. Keyrði svo Kjósarskarðið og þar vantaði ekki ísinn.

    Ági

    #53876
    Freyr Ingi
    Participant

    Það var sem sagt fjallamennskunámskeið á Gufuskálum þarna um helgina og þar voru klifnar nokkrar leiðir í Búlandshöfða. Einnig ein blaut leið í skál einni sem var örlítið austar (2min akstur).

    Svo sá ég faallegar bláar línur neðan af vegi í Mýrarhyrnunni.

    Þannig að já! Það er staðfest!

    Freysi

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.