Home › Umræður › Umræður › Almennt › gestabók á hraundröngum › Re: -Váleg tíðindi…..

Það er auðvitað grafalvarlegt mál að bókin sé blautari en fleygurinn…
Á sínum tíma var farið í nokkra heimildarvinnu varðandi uppáferðir á Hraundrangann og var sá listi færður inn í gestabókina sem sett var upp um árið. Minnir þó að Valdi Harðar eða álíka kópgemlingur hafi haft á orði að hans uppáferð hafi vantað.
Er ekki réttast í stöðunni að e-h taki að sér að endurrita bókina og birti hér á heimasíðunni.
Síðan má prenta út þann lista og ég á amboð til að plasta pappíra og svo má stinga þeim í kassann í næstu ferð…
Síðan þarf að bregðast skjótt við hinu válega ástandi að viskýlaust sé á Hraundranga. -Gestabók er svo aðvita eingöngu til að menn kvitti fyrir snaffsinn og skylduáfillinguna á bokkuna….
Þess má geta að það var Jóhann Kjartansson (Skammur) sem smíðaði stálkassann á Hraundranganum og settum við einnig einn slíkan á hæsta koll Dyngufjalla sem kallaður er Þorvaldstindur en er í raun aðeins 3 metra kollur á skemmtilegri fjallsegg austan Öskjuvatns sem frekar ætti að heita Þorvaldsegg.
Skammur fékk jólakort 3 árum seinna frá hjónum úr Ólafsvík sem urðu þau fyrstu til að feta í okkar fótspor og þótti póstkassi á þessum stað það skondinn að þau sendu kallinum jólakort.
Kalli 894 9595