Re: tilkynningaskylda og tryggingar

Home Umræður Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli Re: tilkynningaskylda og tryggingar

#48551
Jón Haukur
Participant

Þetta er allt saman að verða hið athyglisverðasta. Vörðurinn spyr hvort ísalparar séu „of góðir“ til að láta vita af sínum ferðum inn á svæðið. Málið snýst bara engann veginn um það og í raun er þetta fáránleg spurning. Alllir láta vita af sínum ferðum á einhvern hátt, annað er ábyrgðarlaus ferðamennska. Það setja upp formfasta tilkynningaskyldu er í fyrsta lagi mjög heftandi fyrir fjallamenn, ekki síst í ljósi þess að ferðplön breystast oft eftir veðri og aðstæðum. Í öðru lagi gæti slíkt leitt til margra falskra útkalla fyrir björgunarsveitir. Í þriðja lagi er mikilvægasta röksemdin ef til vill sú að menn vilja einfaldlega ekki búa við Lögregluríki þar sem boð og bönn gilda um mannana ferðir. Nú er ekki svo að skilja að aðgangsstýring sé eitthvað bannorð í mínum huga, en það á aðeins að eiga við þar sem umferð er fyrirsjánlega náttúrunni til tjóns. Það á tæplega við í þessu tilviki.

Hitt er varðar tryggingar, þá er væntanlega verið að meina björgunartryggingar, þá hefur það mál eftir ítarlega umræðu hjá Björgunarsveitunum endað á þann veg að þar á bæ leggjast menn eindregið gegn slíku. Tryggingar kalla nefnilega á kröfu til björgunar og ef björgun. Meðan að áhugafólk sér að miklu leyti um slíkt er það engann veginn raunhæf krafa. Þessi tryggingaumræða dúkkar helst upp í fjölmiðlum sem vilja gera sér mat úr fávisku ferðlanga og miklum björgunarkostnaði. Málið er það að almennt björgunarstarf er unnið í sjálfboðavinnu þar sem beinn kostnaður er styrktur af almenningi, sem er á þann hátt að „tryggja sig“ og viðhalda þannig björgunarstarfsemi í landinu. Ef menn gefa kost á sér til starfa í björgunarsveitum ber þeim að líta þannig á málið, ella eiga þeir að snúa sér að atvinnumennsku hjá landhelgisgæslunni eða slökkviliðinu.

Það eru ekki eingöngu heimamenn sem sjá um björgunarstarf á þessum slóðum það eru einnig sveitir annars staðar að af landinu. Sem betur fer eru margir fjallamenn í björgunarsveitum landsins þannig eru þeir að leggja sitt af mörkum til björgunarstarfs sem ætti að koma þeim til góða í síðari hremmingum.

góðar stundir

jh