Re: Svar:Vefurinn

Home Umræður Umræður Almennt Vefurinn Re: Svar:Vefurinn

#54755
1908803629
Participant

Það er tvennt sem ég hef verið að bíða eftir að rati á þennan vef, og bjóst hreinlega við því að það myndi koma í beinu framhaldi af endurnýjuninni.

Annað er ekki svo spennandi en er, að mér finnst, fundamental hluti sem á að vera á síðum allra klúbba eins og okkar. Það eru upplýsingar um fjallamennsku og þau „sport“ sem við stundum. þannig geta þeir sem eru áhugasamir farið beint inn á síðuna okkar og lesið sig til um grunnatriði tengd t.d. búnaði, tækni (með fyrirvara), helstu stöðum o.fl. Ef vel að þessu staðið gæti þetta stuðlað að betri nýliðun (sem sumir vilja kannski ekki) og klárlega öryggi á fjöllum. Sjálfur er ég nýbyrjaður að fjallaskíðast (var bara í klettunum) og það hefði verið hentugt að finna grunnupplýsingar á vefnum okkar.

Hitt er held ég meira spennandi en það er samantekt á helstu leiðum/stöðum sem við sækjum í. Sú upptalning væri t.d. verið í formi topp tíu upptalningar um klettasvæði, aplafjallgöngufjöll, fjallaskíðafjöll, ísklifur etc. Inni í því væru síðan leiðarvísar fyrir þetta allt saman. Þessi samantekt gæti jafnvel verið efni í „bók“ sem allir fjallamenn landsins myndu eflaust vilja eiga.
(smá bjartsýni en það er samt möguleiki).

Þetta efni sem ég kalla eftir er eingöngu háð því að koma hlutum niður á blað. Þ.e. þetta er ekki háð tæknilegum útfærslum eða öðru sem getur hægt á þessari vinnu. Margt af þessu er jafnvel fljótgert og ætti því að vera hægt að koma þessu á vefinn frekar hratt – sé vilji fyrir því.

Annars er síðan frábær eftir breytingar og ég tek ofan af fyrir þeim sem hafa unnið að þessum umbótum.