Re: Svar:Nýjar leiðir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar leiðir 2009-2010 Re: Svar:Nýjar leiðir

#54998
Siggi Tommi
Participant

Tvær nýjar leiðir voru farnar syðst í Ólafsfjarðarmúla (Dalvíkurmegin) milli jóla og nýárs (28. des 2009 nánar tiltekið). Eru þær sitt hvoru megin við leiðina Hart í bak sem farin var jólin 2008.
Aðkoma er frá flötum mel þar sem vegriðið inn að Ólafsfjarðargöngum byrjar. Gengið til austurs niður lítil gil niður í fjöru og þaðan áleiðis norður eftir grýttri fjörunni (10-15mín labb)

Sægreifinn, WI5, 50m.
FF: Sigurður Tómas Þórisson, Jökull Bergmann
Vinstra megin við stóra fossinn ofan við fjöruna (50-100m sunnan við Hart í bak). Stífir fyrstu 20m en léttari 10m upp á stóra syllu. Val um nokkrar WI4-5 útfærslur (<10m) upp á brún
Freyr Ingi og Gregory Facon ofanóðu svo aðeins stífara afbrigði vinstra megin við skerið sem klýfur fossinn upp.

Landkrabbinn, WI4, 65m.
FF: Sigurður Tómas Þórisson, Jökull Bergmann, Eiríkur Geir Ragnars
Mjó þunn 10m buna í litlu horni leiðir upp í tvö WI3/4 höft upp á brún.
Leiðin er staðsett nokkur hundruð metra norðan við Hart í bak og co og þarf að þræða framhjá tveimur klettanefjum sem gætu orðið vafasöm í háflóði.

IMG_7897_linur_sm-20100105.jpg

Gregory Facon ofanveður afbrigði (græn lína) af Sægreifanum, WI5 í Ólafsfjarðarmúla. Upprunalega leiðin er merkt með rauðri línu

Fleiri myndir á http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OlafsfjarArmuli28Desember2009#