Re: Svar:klifur í dag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag Re: Svar:klifur í dag

#54972
Freyr Ingi
Participant

Jú jú, í gær kíkti ég á þennan margumtalaða Spora ásamt Billa og Þórhildi. Verð að segja að mér fannst ísinn þar inni alveg hreint makalaust skemmtilegur. plastís sem tók svo vel við öxum og broddum að sjaldan þurfti að höggva oftar en einu sinni. Leiðin stóð líka fyrir sínu sem afbragðs afbrigði til að kynningar á sportinu. Hafa menn ekki verið að brölta upp á höftin á leiðinni upp að Spora sjálfum?
Vissulega nýmóðins reynsla hér á landi að koma að ísleiðum með axa-, brodda- og jafnvel skrúfuför sem hægt er að nýta sér. Stórgaman!

En úr því ísinn var svona upp á sitt besta langaði okkur Billa að kíkja aftur daginn eftir (í dag) á eina afar formfagra og fallega leið gegnt Spora. Úr varð að þriggja spanna leið, 30m, brölt upp aflíðandi læk, 70m, 15m. Mestmegnis var um að ræða þægilegt þriðju gráðu klifur en á þremur stöðum sló hann nálægt lóðréttu.
Prýðis dagur í afbragðs ís, sem breytti þó örlítið um ham í sólinni í efri parti fossins.

Freysi