Re: Svar:klifur í dag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag Re: Svar:klifur í dag

#54945
2808714359
Meðlimur

við hér fyrir norðan, Maggi Smári, Friðfinnur og ég, höfum verið að leita að ís undanfarið. Í fyrradag kíktum við í Kjarnaskóg en leiðin þar er algerlega íslaus, þannig að við brenndum hinum meginn í fjörðinn og athuguðum með „ís með dýfu“. Þar frussaðist fossinn út úr ísnum og fyrir neðan var engin fjara. Við fundum aftur á móti 10-15m íslínu rétt við hliðina sem við lékum okkur í.
Í dag fórum við svo í Einhamar í Hörgárdal. Þar er ekki eins mikill ís og á þessum tíma í fyrra en nóg samt til að klifra. Tókum eina 40m, 4gr. leið í yndizzzlegu veðri.

Fullt af fínum leiðum í Einhamri. Ennþá er hellingur af snjó en frekar lítill ís í kringum Akureyri.

kv
Jón H