Re: svar: Um gráðanir ísleiða

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Um gráðanir ísleiða Re: svar: Um gráðanir ísleiða

#53953
Skabbi
Participant

Já og nei.

Málið er að upphaflega voru íslenskar ísleiðir gráðaðar í samræmi við e-ð skoskt kerfi. Seinna stungu menn upp á því að gráða eftir séíslensku kerfi, og enn seinna fóru menn að gráða eftir amríska/kanadíska WI kerfinu.

Ef þú skoðar þennan lista sem þú póstaðir hér að ofan kemur líka í ljós að þetta er kafloðið alltsaman.
Hvað þýðir „vertical or near vertical“ eiginlega? 88-90 gráðu lóðrétt? Ég þekki ekki margar íslenskar leiðir sem eru svo brattar, hvað þá í tugi metra.

„WI4+ – highly technical WI4, notoriously as „hard“ as WI5 or even WI6!“ – Júbb, meikar fullkomið sens…

Skabbi.345