Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

Home Umræður Umræður Almennt Tröppur í klettunum í Esjunni!!? Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

#49988
Anonymous
Inactive

Ég rak augun í þessi þrep og keðjur á ferðum mínum þarna í sumar og næst þegar ég fór upp klettabeltið þá passaði ég mig bara að vera um 20 metrum hægra megin við allt járnadótið og þá gat ég hæglega hýft mig upp á höndunum og klöngrað upp að vörðu. Ég held að það sé í lagi að húsmæður og aðrir geti skammlaust komist þangað upp og hinir sem vilja fá eitthvað meira geta bara farið járnalausu leiðina.
Eitt er þó sem fer ákaflega í mínar fínustu þarna efst í Esjunni er að það er góður og snyrtilegur ruðningur upp að stein og hann nú orðinn kyrfilega merktur. Eftir það eru bara allir fyrir sig og orðið samfellt niðurtroðið kraðak og stígar út um allt. Mér finnst það vera alger nauðsyn að gera almennilegan stíg frá steini upp að tröppum svo maður fá ekki tilfinningu fyrir að vera staddur í gryfjum eftir góða torfæruhelgi þegar maður labbar síðasta partinn þarna upp.