Re: svar: Þilið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þilið Re: svar: Þilið

#48244
2806763069
Meðlimur

Góður dagur á fjöllum með vafasaman endi.

Við Andri skelltum okkur í Þilið, enda hið besta veður. Ég leyfði stáknum að taka fyrstu og síðustu spönnina, af því að ég er svo góður gæji svona á efri árum. Andri leysti málið með glans. Síðsta spönnin lá upp af frístandandi kerti yfir á fríhangandi kerti af xxL stærð. Þegar ég var búinn að elta hann svona 8m upp frístandandi kertið og var að klára fríhangandi kertið barði ég einum of oft á sama staðinn. Allt draslið ákvað að færa sig neðar í dalinn þar sem það væri óhult fyrir höggum mínum. Þetta hafa verið einhver hundruð kílóa af ís, eða 2 til 3 tonn!?! Ívar litli hékk hinsvegar í öllu draslinu og varð samferða því niður fyrstu 10 metrana. Þetta var bara teygjan á þunnu línunum mínum. Þegar ég var búinn að ná áttum fór fram skaða skoðun sem leiddi í ljós stóran skurð á innanverðu vinstra læri. Eftir að hafa rifið frá allar buxur sá ég að ekki var um mikla blæðingu að ræða. Ég var hinsvegar smeykur um að einhver blæðing væri inni í vöðvanum sem var eitthvað skrítinn. Þar sem bæði Andri og ég vorum með síma gat ég hringt í hann og skýrt honum frá aðstæðum. Hann skar af línunni og batt um stein. Hann kom svo niður til mín og eftir stutt stopp hélt hann áfram niður í fyrsta stanz. Ég seig svo á eftir honum niður. Við skildum eftir skrúfu í fyrsta stanz og hringdum einnig í 112. Niður brekkuna sigum við svo á spektur, sem við fjarlægðum. Þar sem 112 og fleirri björgunaraðilar voru alltaf að hringja í mig með spurningar hringdi ég í Rúnar sem hefur líka klifrað leiðina og bað hann að hringja í björgunarliðið og koma þeim í skilning um að það þyrfti stóran, stóran jeppa til að komast inn dalinn. Fljótlega hringdu slökkvuliðsgaurarnir í okkur og voru á leið inn dalinn. Við Andri gengum og höltruðum niður brekkuna. Þegar þarna var komið var lærvöðvinn farinn að virka töluvert betur en við vorum samt fegnir og þakkláttir farinnu út dalinn. Annars væri ég enn að halta heim á leið.

Þegar við hringdum í 112 vissum við ekki hversu mikið ég væri slasaður. Ég ótaðist hinsvegar að í versta falli gæti ég hafa skaddað stóra æð. Við báðum hinsvegar sérstaklega um að bara einn bíll væri sendur til móts við okkur. Það sem ég vildi var einfaldlega að komast eins fljótt á slyssó og mögulegt og ég vissi að 60 undanfarar gætu ekki mikið flýtt fyrir mér þar sem ég var nokkurn veginn gangfær.
Ég þakka þeim fyrir sem tóku þátt í útkalli björgunarsveitanna og þykkir leiðinlegt þeirra vegna að þetta var ekki meira stuð. Skal vand mig betur næst (7,9,13)

Svo þakka ég auðvitað slökkvuliðsgaurunum sem komu að ná í mig.

Þilið er hinsvegar enn í góðum gír. Það voru tvær mögulegar leiðir upp en nú er bara ein. Ef einhver fer upp má sá (sú) hinn sami gjarnan grípa skrúfurnar 3 með.

Einhverjir vilja örugglega draga lærdóm af þessu. Staðreyndin er hinsvegar sú að ísinn var eins og best var á kosið og gaf engan veginn til kynna að eitthvað svona gæti verið yfirvofandi. Við höfðum meira að segja skrúfað inn einar 3 skrúfur í frístandandi kertið (réttarasagt þilið) sem hrundi. Sem betur fer var ég búinn að fjarlægja þessar skrúfur en ég vill helst ekki hugsa hvað hefði gerst ef þetta hefði hrunið þegar Andir var að leiða. Inn í fríhangandi kertið settum við ekki neitt, auðvitað!

Einhverjir vilja örugglega bera þetta saman við tilfelli sem gerðist í næsta fossi við hliðina á fyrir um tveimur árum. Það er hinsvegar ekki sambærilegt, þar var um mjög kaldan og stökkan ís að ræða og allt sem fór var fríhangandi og auðvitað hefði engin heilvita maður tryggt í það (og það var ekki gert). Við vorum einfaldlega óheppnir, og samt helv. heppnir.

Skemmtið ykkur vel í klifrinu um helgina, ég held ég salki á og láti saumana gróa. En vonandi verður ís milli jóla og nýárs. Kannski ég byrji á einhverju feitu og þægilegu.

Climb on

Ívar