Home › Umræður › Umræður › Almennt › Er ekki komið nóg? › Re: svar: Það er komið nóg!

Blómstrar þjóðfélagið? Myndi kannski frekar segja að það sé uppljómað vegna gróðaglampans í augum landans. Málið er að við höfum það mikið meira en gott. Margir bílar á fjölskyldu, allir með gemmsa, plasmasjónvörp og hvaðeina, neyslufylleríið í algleymingi. Ég skil ekki hvers vegna við geymum ekki þessa virkjanakosti þar til virkilega sverfur að. Svo annað. Á tyllidögum er talað um vetnissamfélagið Ísland. Til að framleiða vetni í stórum stíl þá þarf mikla orku. Sú orka er ekki fyrir hendi ef hún hefur verið læst í álverum.
Ég held að Ísalparar sé sammála mér í því að það er gengið of hart fram og algerlega óásættanlegt að fórnar okkar helstu náttúruperlum til að geta selt erlendum stórfyrirtækjum orku á undirverði. Þeta myndi kannski horfa örlítið öðruvísi við ef við ættum þessi álfyrirtæki sjálf eða þá ávöxtunarkrafa af virkjanaframkvæmdum væri eins og tíðkast almennt í da en ekki svo fáránlega lág sem raun ber vitni.
En maður ætti kannski að hætta að röfla og byrja þess í stað að hlakka til að geta keypt sumaríbúð á fimmtu hæð í háhýsi á Reyðarfirði þegar slíkar standa til boða á spottprís í massavís