Re: Svar: Splitboard

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Splitboard Re: Svar: Splitboard

#54703
Sissi
Moderator

Að renna sér á einskíðungi er góð skemmtun.

Við erum nokkrir sem eigum svona hérna heima og held að allir séu ansi sáttir. Ágætt að labba á þessu (losar bara skóna) og infiltreita hópa fjallaskíðamanna, smella síðan saman á toppnum og vera langflottastur á leiðinni niður.

Virkar fínt að smella þessu saman, finnur aðeins fyrir því að endarnir hreyfast í hörðu, en þá á maður náttúrulega bara að vera að klifra.

Helstu gallar við fjallabrettamennsku með þessum hætti eru eiginlega helvítis múnbútsin. Helgi Hall hefur verið með fjallaskíðabindingar og -skó á þessu og lætur vel af. En þá missir þú slatta af brettafílingnum. Aðrir jafnvígir bretta/fjallaskíðamenn eins og Himmi eru gallharðir á móti því. En það leysir vissulega ákveðin vandamál, hundleiðinlegt að vera á múnbúts að þvera harða brekku hátt uppi.

Flestir eru á Burton, Helgi á Voile og þetta er voða svipað, engar kvartanir. Öll interface+skinn eru frá Voile á báðar týpurnar (sömu).

Þetta var rétt að skríða í viðráðanlegt verð á gamla genginu en er sjálfsagt ansi dýrt núna. Mögulegt+ódýrt að kaupa Split-kit og kútta gamalt bretti en ég held að allir sem eigi svoleiðis hafi bara týnt þeim úti í skúr og aldrei komist að borðsöginni.

Ergó: Alveg óhætt að mæla með þessu.

Sissi