Re: svar: Slys í munkanum

Home Umræður Umræður Klettaklifur Slys í munkanum Re: svar: Slys í munkanum

#53082
Sissi
Moderator

Líka synd ef einhver drepur sig á henni.

Munkinn er orðinn boltað sportklifursvæði núna, var kannski meira headpoint svæði í gamla daga skv. því sem ég hef heyrt og lesið. Æfðar leiðir í top-rope og svo hálf sólóaðar sumar hverjar. Ekki langt síðan ST+R dúndruðu boltum í nokkrar leiðir til viðbótar og svæðið breyttist við það.

Sportklifursvæði eru einu sinni þess eðlis að fólk býst við því að þau séu örugg og hreinsuð (og kannski margir að klifra þar sem eru bara ekkert að spá í þessu).

Reyndar heyrði ég einhvern tíman að hjónin Róbert og Sigurður hefðu verið að skoða þann möguleika að líma flöguna. Veit ekki hvort slíkt virkar eður ei.

Bottom line – þurfum líklega að hafa svona svæði (Valshamar, Hnappó, Munkann, Vatnsdal etc) súper örugg og kannski fórna smá sögu í leiðinni. Enda búið að þrusa inn boltum þarna í leiðir sem voru dótaðar (sólóaðar) þegar menn átu nagla og skitu keðjum, eins og Skabbi orðar það.

En gott að þú ert standandi í lappirnar Smári, frábært að heyra. Skjótan bata.

Sissi