Re: svar: Skilgreining á P gráðu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Skilgreining á P gráðu Re: svar: Skilgreining á P gráðu

#54000

Ég held það sé nú enginn að tala um að fara í einhverjar róttækar breytingar á gráðunum, þá allra síst á leiðum sem hafa haft sína gráðu í langan tíma. Þannig að ég veit ekki alveg hvert grettistakið er sem Himmi talar um.

Held það sé eðlilegt að þegar nýtt fólk eða jafnvel ný kynslóð kikfrara er komin á það stig að vera farin að frumfara mikið af leiðum, þá fari hún í smá sjálfs- og söguskoðun til að finna sig í þessu.

Ef ég tala fyrir mína parta þá er ég einfaldlega að reyna að fá betri tilfinningu fyrir gráðum og gráðunum og vil því leita í reynslubanka mér reyndari mönnum og horfa til hefðarinnar sem hefur ríkt hér á landi í bland við það sem gerist annars staðar.

Held að það sé bara af hinu góða ef menn „synca“ sig saman hvað þetta varðar öðru hverju og taki smá umræðu um þessi mál. Eins og margoft hefur komið fram og er öllum augjóst þá breytast tímarnir og eðlilegt að samræðan haldi áfram.

Mér finnst eiginlega besti punkturinn í þessu öllu saman vera að gráður séu hugsaðar til að gefa mönnum nokkra hugmynd um hvað þeir eiga í vændum og að þær geti ekki verið teknar svo bókstaflega að menn fárist yfir van- eða ofgráðun um plús eða svo. Enda aðstæður misjafnar.