Re: svar: Skessuhorn

Home Umræður Umræður Almennt Skessuhorn Re: svar: Skessuhorn

#52960
Sissi
Moderator

Keyrir Draghálsinn úr Hvalfirðinum EÐA keyrir göngin og heldur áfram í austur í staðinn fyrir að taka Borgarfjarðarbrúna.

Frá vegi 507 er hægt að leggja við bæinn Horn (skv Ara Hrausta bók) eða sneika sér aðeins nær inn á línuveg sem er þarna, við höfum gert það yfirleitt.

Síðan tekur þú stefnuna ca. á Katla, sem eru svona smá for-tindar norður undir Skessuhorninu, finnur þægilega leið t.d. austan megin í þeim upp eða eitthvert gilið.

Því næst gengur þú undir horninu vestan megin inn í krikann þar þangað til þú ert kominn framhjá klettabeltunum og við blasir frekar straight forward brekka í austur upp á toppahrygginn. Gengur hann svo út á brún að lítilli vörðu, og með smá heppni uppskerðu meeega fínt útsýni á einum fallegasta fjallstoppi landsins.

Sömu leið til baka, aðrar niðurleiðir gætu mögulega endað í þyrlu.

Menn leiðrétta mig ef þeir telja einhverjar útfærslur þægilegri, t.d. til að sleppa við ána í byrjun.

Nokkrar myndir úr NA hryggnum (5 stjörnur amk í góðu veðri – vetrarleið) http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=157687

Nokkrar myndir úr austurhlíðinni (sjaldan farið – vetrarleið)http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=155962

Er því miður ekki búinn að fara leiðir í NV fésinu en það er hægt að skoða súper myndir af því á gallerýinu hjá Sigga Tomma og Palla. Þeirri leið hefur verið lýst sem „góðum degi á fjöllum“ af mönnum sem þekkja vel til / kjósa styttri setningar fremur en lengri öfugt við mig.

Þar er ekki gaman að vera að sumri, þó Palli haldi kannski öðru fram. Ja, nema ef hægt væri að úða fjallið með einhverskonar tonnataki fyrst.

Have fun!

Sissi