Re: svar: nokkrir punktar um hegðun, atferli og framkomu á klifursvæðum

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bouldersvæði í Bjarnarfirði Re: svar: nokkrir punktar um hegðun, atferli og framkomu á klifursvæðum

#48886
0311783479
Meðlimur

Laskaðist Janus við þetta eða er þetta einungis umhverfislýti?

Sú vísa er sjalda of oft kveðin að ferðast um klifursvæðin okkar, sem og landið, af virðingu. Menn eiga að skilja við það eins og menn komu að því, nema kannski fyrir utan boltana ;o).

Margir eru að stíga sín fyrstu lóðréttu spor í sumar eftir góðar aðstæður í vetur í Klifurhúsinu og kannski átta sig ekki alveg á því hvernig hlutirnir virka á klifursvæðunum. Því er tiltölulega auðsvarað, þessi svæði eru byggð upp í sátt og samlyndi við landeigendur og gríðarlegum tíma og fjármunum hefur verið varið í að bolta leiðirnar. Þeir sem hafa borið hitann og þungan af því eiga skilið þakklæti okkar hinna sem eigum að sýna það í verki og ganga um leiðirnar af tilhlýðilegri virðingu.
Svo eru glerílát svo gott sem bönnuð því misvitur maður getur með augnbliks gáleysi rústað heilu sísoni hjá öðrum ef glerbrot fara að valda mönnum skaða.
Á Hnappavöllum koma menn til að klifra og eiga góðar stundir, betra að dveljast í Skaftafelli og kljást við landverði ef markmiðið er að blóta Bakkus greifa, eins og Kalli Ingólfs benti á í góðum pistli um Sumargleðina 2001 á Hnappavöllum þá á að snúa hreðjarnar undan þeim, þá sérstaklega björgunarsveitagúbbum, sem taka til við að sprengja flugelda þar.
Klifrarar taka allt sem þeir taka með sér á Vellina til baka, ekki langur akstur á Mýri þar sem ruslagámar eru.
Og kannski að heilbrigð skynsemi kóveri rest….
Ef ekki þá hefur Hnappavallalöggan ALLTAF rétt fyrir sér og menn deila ekki við þá Fógeta-feðga – punktur!

Bara svona létt hugvekja fyrir þá sem eru e-ð í vafa um hvort þeirra hegðun, atferli og framkoma samræmist hefðum á klifursvæðum, fyrir hina þá er þetta bara almennt röfl í mér um gjörsamlega sjálfsagða hluti.

Góðar stundir
Halli