Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52419
Skabbi
Participant

Ég ætla að svara nokkrum af þeim liðum sem þegar hafa komið fram. Menn eru áfram hvattir til að kynna sér nýju lögin.

Páll Sveinsson skrifar:

“Því sem ég er ósammála er t.d. 1. gr. Hversvegna að taka út fullkomna setningu (Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku) og setja í staðin sýnishorn um hvað klúbburinn á að gera. T.d. munu ísalp ferðir leggjast af og skálarnir gleymdir.”

– Það er hvergi minnst á skála eða ferðir í gömlu lögunum. Skálarnir hafa þó staðið og ferðir verið farnar. “að efla áhuga manna á fjallamennsku” er eins óljóst og hugsast getur, okkur þótti ekkert að því að skerpa aðeins á lykilstarfsemi klúbbsins þannig að komandi stjórnir hefðu skýrari ramma til að fara eftir.

“Þriðju grein er búið að brjóta upp svo hún er mjög ruglingsleg og er dæmd til verða brotn.”

– Þriðja greinin VAR mjög ruglingsleg. Ég tel að hún sé orðin mun skýrari eftir að búið er að greiða aðeins úr vaðlinum. Sjá svar Ágústs hér að ofan varðandi Uppstillingarnefnd og Kjörstjórn.

“Setja í lög að kostning sé leynileg er óþarfi.”

– Því er ég ósammála. Á síðasta aðalfundi þurfti að kjósa á milli tveggja manna sem flestir inni þekktu af góðu einu. Það var óþægileg að þurfa að gera upp á milli þeirra fyrir allra augum.

“Tvær vikur er stuttur tími. Allavegan verður engu breytt úr þessu.”

– Stjórnin getur ekki unnið alla sína vinnu fyrir opnum tjöldum þannig að allir fái að vera með. Við töldum að tvær vikur væru fullnægjandi til að fólk gæti skoðað nýju lögin og myndað sér skoðun á þeim.

Jón Loftur skrifar:

“Það sem hér er lagt til er örugglega samt flest til bóta en það hefði alveg mátt vanda aðeins betur orðfærið og samræmi í sumum af þessum tillögum.”

– Við þökkum ábendingarnar. Því miður eru allir stjórnarmeðlimir, utan Sveinborgar, illa máli farnir og frekar treggáfaðir. Ég tel þó að ekki sé of seint að leiðrétta stafssetningarvillur án þess að inntak laganna breytist.

Karl Ingólfsson skrifar:

“Ákvæðið um gjaldfrelsi stjórnarmanna finnst mér eitt það hallærislegasta sem ég hef séð á þessari síðu…. og ég reikna einnig með því að þeir sem hafa það mikinn áhuga á starfseminni að þeir bjóði sig fram til stjórnarstarfa hefðu að minnsta kosti það mikinn áhuga á starfseminni að þeir sæu ekki ofsjónum yfir nokkrum þúsundköllum!”

Ég fullyrði að seta í stjórn ísalp hefur kostað alla stjórnarmeðlimi “nokkra þúsundkalla” og vel það, auk árgjaldsins sem við öll höfum greitt með glöðu geði hingað til. Á móti finnst mér ótrúlegt að meðlimir Ísalp sjái ofsjónum yfir því að þeir sem starfi fyrir þeirra hönd þurfi ekki að borga með sér í stjórnina meira en orðið er.

“Á ég að senda aksturs reikning fyrir að skjótast með blikk og skrúfur í Tindfjöll en ekki þegar ég keyri á Telemarkfestivalið?”

“Ég er ekki að gera lítið úr vinnu stjórnarmanna en þetta afsláttardæmi finnst mér vera full „Framsóknarlegt“!”

Þetta var gróflega fyrir neðan beltisstað.

Endilega haldið áfram að punda spurningum og skotum á stjórnina, þá fáum við kannski viðlíka vakningu fyrir störfum í stjórn eins og varð eftir “stóra skálamálið”.

Allez!

Skabbi