Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52425
Skabbi
Participant

Ég neita að viðurkenna eigin fýlu í þessu máli. Við í stjórn óskuðum eftir umræðu og fengum hana. Ég er sammála þér í því að ég hefði kosið að fleiri hefðu skoðun á málinu.

„Það var víst einn maður sem samdi þessar breytingar og fæstir stjórnarmenn lásu þau yfir með gagnrýnum huga.“

Hvar heyrðir þú þetta? Stjórnin hefur haldið marga fundi og sent mýgrút tölvupósta um málið. Þetta var rætt fram og tilbaka. Öllum í stjórn gafst fjöldamörg tækifæri til að hafa áhrif á framsetningu laganna. Ef þú getur fullyrt að „fæstir stjórnarmenn lásu þau yfir með gagnrýnum huga“ þá veist þú meira en ég í þessu máli.

Skabbi

– syngjandi sæll og glaður