Re: svar: klifur??

Home Umræður Umræður Klettaklifur klifur?? Re: svar: klifur??

#48715
Sissi
Moderator

Klifraði í Orpierré um árið með Kristínu Mörthu, systur hennar Hrefnu og Söru hinni ensku.

Skemmst frá því að segja að þetta svæði er alveg frábó. Lítið þorp og klifursvæðin raðast í kringum það. Fínt tjaldstæði og hægt að labba í alla kletta þó að þetta hafi nú verið góður hálftími í það sem var lengst frá. Stutt í flest þó. Æðislegt kaffihús með mögnuðu salati, kjörbúð og bakarí. Þar horfði maður á HM með lókalnum ef það varð of heitt yfir hádaginn. Lókallinn var vingjarnlegur (ef menn sakna hálfvitanna er ekki nema 1-2 tíma akstur á túristastaði við sjóinn).

Endalaust af leiðum, eitthvað fyrir alla. Alveg frá slöbbum sem er hægt að labba upp í einhverja yfirhangandi geðveiki.

Slatti af 2 spanna leiðum og KMH og Sara klifruðu einhverja 5 eða 6 spanna sportleið sem var mjög flott. Allt rosa vel boltað og fínt, þið þurfið samt allavega tvöfalt fleiri tvista í spönnina þarna miðað við Valshamar eða Hnappavelli.

Mæli meðissu…

Sissi