Re: svar: Hvernig fer?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hvernig fer? Re: svar: Hvernig fer?

#50757
2401754289
Meðlimur

Fórum í fossana tvo fyrir ofan Innri-Skeljarbrekkur, einn í 5 gr aðstæðum og mjög stökkur en hinn 3gr og bara fínn dagur í hörkufrosti. Samt blautur ís inn á milli!
Fór líka í bíltúr á föstudeginum og sá inní fullt af ís í Eilífsdal, áin galopin í Glymsgili(samt hægt að klifra fullt í byjun gljúfursins), Múlafell fínt eins og allir vita sama með Villingardal, Kjalardalur kjaftfullur af ís líka.
Sá í gær að það er hellingur af ís kominn í Eyjafjöll og verður flott klifur í vikunni ef frystingin kemur!!!

freon