Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hverjir þekkja til ISM? Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

#52001
2806763069
Meðlimur

Ef menn hafa áhuga á að lesa um ævintýri einhverra þeirra sem um er rætt þá má benda á Bordman-Tasker Omnibus of mountaineering. Sem er safn fjögura frábæra bóka sem þeir félagar Peter Bordman og Joe Tasker skrifuðu um ævintýri sín. Þeir voru mjög góðir félagar, stóðu um tíma fararbroddi alpinisma í heiminum og eru einna frægastir fyrir leið á Changabang sem var langt á undan sinni samtíð.

Allar bækurnar þeirra voru svo gefnar út saman og virtustu bókmenntaverðlaun í fjallamennsku nefnd eftir þeim félögum eftir að þeir hurfu við að klifa nýja leið á Everest.
Þessir kappar ferðuðust gjarnan með íslandsvininum Doug Scott og þá oft í frægum ofurleiðöngrum sem Chrish Bonnington stýrði.

Fyrir ekki svo löngu rakst einhver Everest-leiðangur á annan þeirra félaga í hlíðunum.

Um John Harlin má svo lesa í White Spider þar sem saga Eiger Mordwand er rakin. Þessi bók er ekki síður skildu lesning fyrir fjallamenn (bæði hardcore og sófa).
Minnir að það hafi komið fram í æfisögu Wolfgang Gulich (þýskur klettaklifrari sem var uppi þegar ég var lítill) að John Harlin og frægur Hollywood leikari voru kunningjar á einhverju tímabili. Leikarinn lék svo mörgum árum seinna í einni bestu (mestu/dýrustu/frægustu/verstu) skrumskælingu Hollywood á fjallamennsku sem gerð hefur verið.
John Harlin gekk gjarnan undir nafninu The Blond God.