Re: svar: Grafarfoss

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Grafarfoss Re: svar: Grafarfoss

#52151
2208704059
Meðlimur

Skemmtilegur þráður.

Meiraaðsegja ég hef farið Grafarfossinn, tvisvar og fyrra skiptið í náttmyrkri með Tamma Júl og Kalla Ingólfs. SS ekkert af því að segja nema að í týrunni af höfuðljósinu myndaðist lítill heimur þannig að ég sá ekki niður úr stansinum, sem betur fer fannst mér.

Þetta hefur líklega verið haustið ´93, gott þurrt og kalt haust.

Seinni ferðina fór ég með Tomma, sama haust, að morgni til daginn sem við fórum norður í jólafríið. Hulda var nefnilega að vinna framað hádegi. Þetta bratta þil sem Andri lýsir kemur mér kunnuglega fyrir sjónir og til allrar guðslukku hefur Tommi alltaf verið handsterkur. Ekki meira um það.

Undanfararafstöð HSSR er ennþá til og kannski ekki of seint að halda „giggið“ sem að Palli talar um.

Hlynur Sk. Snjóbílsstjóri HSSR.

PS: Man einhver eftir því þegar maður nokkur sagði á myndasýningu á Grensásveginum: „vá, þessi foss er örugglega 100 gráður“