Re: svar: Grafarfoss

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Grafarfoss Re: svar: Grafarfoss

#52148
1704704009
Meðlimur

Ein hérna; í mars 2000 var undirritaður að endurvekja ísklifurdútl eftir margra ára hlé. Skrúfur og búnaður frá fyrrihluta níunda áratugarins var dreginn fram, tvistar voru ekki til í dæminu (bara ein karabína á skrúfu) og megnið af skrúfudraslinu var stálskrúfur sem þurfti að berja inn.

Við vorum þarna þrír á ferð og ekki með annað en einfalda 9 mm línu (sem ég fékk í jólagjöf 1986). Ryðdrulla gubbaðist út úr stálskrúfunum þegar maður juðaði þeim inn á leiðinni upp í fyrsta stans. Ætli ég hafi ekki tryggt félagana upp á hálfbragði á þessum hlægilega mjóa spotta. Þetta gekk nú slysalaust, en ekki er víst að línan eða skrúfudótið hafi haldið nokkrum sköpuðum hlut ef einhver hefði dottið.

Gleymdi ég að minnast á vopnabúnaðinn; þetta var svakaflott beinskeft og háöldruð Camp öxi með laflausu blaði en hamarinn var aðeins skárri – enda miklu nýrri (árg 1987) Eftir þetta áttaði maður sig á að maður var mörgum áratugum á eftir í öryggi (og nýjustu tízku). En við kláruðum upp á topp og vorum asskoti ánægðir með daginn. Það eina sem vantaði var sítt að aftan til að fullkomna þetta.